Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 12:14 Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Ljósmyndin sýnir björgunarsveit að störfum í óveðri frá liðnum vetri. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14