Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 12:36 Þótt Gareth Southgate hafi ekki verið þjálfari enska landsliðsins gegn Íslandi á EM 2016 nýtti hann leikinn og reyndi að læra af honum. getty/Steven Paston Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Sjá meira