Úrsögn úr stéttarfélagi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 4. september 2020 14:00 Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun