Frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið á láni til Hollands og Ítalíu en franska liðið Le Havre keypti hana einfaldlega frá Blikum nýverið. Vísir/Getty Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00
„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30
„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30
Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04
Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30