Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 09:10 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira