Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni Covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hægt er að horfa á fréttatímann með því að smella á hlekkinn hér.

Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við sérfræðing hjá Landlæknisembættinu sem segir mikla vöntun á regluverki um vöruna.

Einnig verður fjallað um gríðarlega mikið atvinnuleysi meðal hælisleitenda sem hafa fengið dvalarleyfi hær á landi og við skoðum gríðarstóran svepp sem íslenskur sveppabóndi hefur ræktað. Hann segir að sveppi megi nýta í matargerð, húsgögn og skó svo fátt sé nefnt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×