Ragna Sigurðardóttir var kjörin nýr forseti Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, á landsþingi félagsins í kvöld. Hún hafði þar með betur gegn Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni. Einnig var kosið í framkvæmdastjórn og miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna voru að þessu sinni veitt Loftslagsverkefninu - Fridays for Future Ísland vegna baráttu þeirra í þágu plánetunnar. Brynjar Bragi Einarsson og Emelía Þorgilsdóttir tóku við verðlaununum.
Þá ávarpaði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fulltrúa þingsins. Lögð var áhersla á komandi Alþingiskosningar á þinginu, að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni, og voru landsþingsfulltrúar „sammála um að loftslagsmál og jöfnuður ættu að vera í brennidepli.“
Eftirfarandi skipa stjórnir UJ eftir landsþingið í kvöld:
Forseti UJ
Ragna Sigurðardóttir
Framhaldsskólafulltrúi UJ
Ragnheiður Hulda Örnudóttir Dagsdóttir
Framkvæmdastjórn UJ
Aldís Mjöll Geirsdóttir
Alexandra Ýr van Erven
Margrét Steinunn Benediktsdóttir
Ólafur Kjaran Árnason
Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ
Ragnheiður Hulda Önnudóttir Dagsdóttir
Sindri Freyr Ásgeirsson
Þorgrímur Kári Snævarr
Miðstjórn UJ
Ágúst Arnar Þráinsson
Alondra V. V. Silva Munoz
Ásmundur Jóhannson
Eiríkur Búi Halldórsson
Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson
Ída Finnbogadóttir
Inger Erla Thomsen
Sigrún Jónsdóttir
Sigurður Ingi Ricardo Guðmundsson
Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir
Tómas Guðjónsson
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
Til vara:
Agnes Rún Gylfadóttir
Jón Hjörvar Valgarðsson
Ástþór Jón Ragnheiðarson
Davíð Pálsson
Guðjón Örn Sigtryggsson