Gagnrýni rignir yfir Róbert Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 17:48 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. Á meðal þeirra sem furða sig á heimsókn Róberts eru leikmaður í NBA-deildinni, Evrópuþingmenn og tyrkneskur auðkýfingur. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þegar hefur verið greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, furðaði sig á heimsókninni í færslu á Facebook sem hún birti í gærkvöldi. Hún kvað Róbert eiga að vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja í Tyrklandi og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraun 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. Og gagnrýnisraddirnar eru fleiri. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, vekur athygli á heimsókn Róberts á Twitter í morgun. Þar bendir hann á að forseti Mannréttindadómstóls Evrópu hafi þegið heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl, „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Enes Kanter, leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni sem er af tyrkneskum ættum, segir á Twitter-reikningi sínum í gær að Róbert ætti að segja af sér sem forseti Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa fundað með Erdogan, manni sem brjóti mannréttindi. „ENGINN ætti að skríða í duftinu fyrir einræðisherra. Svívirðilegt!“ skrifar Kanter. European Court of Human Rights President Robert Spano met w/ HUMAN RIGHTS ABUSER @RTErdogan Out of respect for the thousands of innocent political prisoners in Turkey who DESERVE JUSTICE he should resign from @ECHR_CEDH NO ONE should kowtow to a Dictator.Shameful. pic.twitter.com/6HoYI2iNGc— Enes Kanter (@EnesKanter) September 5, 2020 Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, segir í færslu á Twitter 31. ágúst að það sé „ógeðslegt“ að Róbert skuli þiggja heiðursnafnbót frá háskólanum í Istanbúl. It is really disgusting that the judge Robert Spano would accept an honorary doctorate for a university in Turkey while many academics of this &other universities in Turkey are suffering from the purge, have lost their rights,their jobs&often their freedom. @ECHR_CEDH @P24Punto24 https://t.co/RihTKRvVTr— Rebecca Harms (@RebHarms) August 31, 2020 Akin Ipek, tyrkneskur auðkýfingur sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifar Róbert opið bréf sem hann birti á Twitter síðdegis í dag. Þar segir hann að það gagnist engum að líta fram hjá alvarlegum mannréttindabrotum sem framin séu í Tyrklandi. Avrupa İnsan Hakları Mahkemesi Başkanı Sayın Robert Spano @ECHR_CEDH ; Türkiye ziyaretiniz vesilesi ile size bir sayfalık kısa bir mektup yazdım... Beş dakikanızı ayırıp okuyabilirseniz, belki; "Nefes alamayan", umudu tükenmiş Yüzbinlerce masum insana bir umut ışığı doğacaktır. pic.twitter.com/41FCQAFYsK— Akın İpek (@akinipek01) September 6, 2020 Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að það sé skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu Róberts „ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi.“ „Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins,“ skrifar Skúli. „Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið.“ Tyrkland Mannréttindi Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. Á meðal þeirra sem furða sig á heimsókn Róberts eru leikmaður í NBA-deildinni, Evrópuþingmenn og tyrkneskur auðkýfingur. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þegar hefur verið greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, furðaði sig á heimsókninni í færslu á Facebook sem hún birti í gærkvöldi. Hún kvað Róbert eiga að vita manna best að mannréttindi eigi undir högg að sækja í Tyrklandi og að reglur réttarríkisins séu ekki virtar í landinu. Enn sé verið að fangelsa fólk eftir valdaránstilraun 2016 fyrir þær sakir að vera ósammála stefnu stjórnarflokksins. Og gagnrýnisraddirnar eru fleiri. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, vekur athygli á heimsókn Róberts á Twitter í morgun. Þar bendir hann á að forseti Mannréttindadómstóls Evrópu hafi þegið heiðursnafnbót við háskólann í Istanbúl, „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Enes Kanter, leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni sem er af tyrkneskum ættum, segir á Twitter-reikningi sínum í gær að Róbert ætti að segja af sér sem forseti Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa fundað með Erdogan, manni sem brjóti mannréttindi. „ENGINN ætti að skríða í duftinu fyrir einræðisherra. Svívirðilegt!“ skrifar Kanter. European Court of Human Rights President Robert Spano met w/ HUMAN RIGHTS ABUSER @RTErdogan Out of respect for the thousands of innocent political prisoners in Turkey who DESERVE JUSTICE he should resign from @ECHR_CEDH NO ONE should kowtow to a Dictator.Shameful. pic.twitter.com/6HoYI2iNGc— Enes Kanter (@EnesKanter) September 5, 2020 Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, segir í færslu á Twitter 31. ágúst að það sé „ógeðslegt“ að Róbert skuli þiggja heiðursnafnbót frá háskólanum í Istanbúl. It is really disgusting that the judge Robert Spano would accept an honorary doctorate for a university in Turkey while many academics of this &other universities in Turkey are suffering from the purge, have lost their rights,their jobs&often their freedom. @ECHR_CEDH @P24Punto24 https://t.co/RihTKRvVTr— Rebecca Harms (@RebHarms) August 31, 2020 Akin Ipek, tyrkneskur auðkýfingur sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifar Róbert opið bréf sem hann birti á Twitter síðdegis í dag. Þar segir hann að það gagnist engum að líta fram hjá alvarlegum mannréttindabrotum sem framin séu í Tyrklandi. Avrupa İnsan Hakları Mahkemesi Başkanı Sayın Robert Spano @ECHR_CEDH ; Türkiye ziyaretiniz vesilesi ile size bir sayfalık kısa bir mektup yazdım... Beş dakikanızı ayırıp okuyabilirseniz, belki; "Nefes alamayan", umudu tükenmiş Yüzbinlerce masum insana bir umut ışığı doğacaktır. pic.twitter.com/41FCQAFYsK— Akın İpek (@akinipek01) September 6, 2020 Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að það sé skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu Róberts „ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi.“ „Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins,“ skrifar Skúli. „Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið.“
Tyrkland Mannréttindi Íslendingar erlendis Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira