Fyrsta sinn í 23 ár hjá Færeyjum | Wales ekki tapað í síðustu sex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 19:30 Leikmenn Wales fagna sigurmarki dagsins. Richard Heathcote/Getty Images Töluvert af leikjum er nú lokið í Þjóðadeildinni. Færeyjar unnu sinn annan leik í röð en landið hefur ekki unnið tvo mótsleiki í röð á þessari öld. Þá heldur gott gengi Ryan Giggs með Wales áfram. Færeyingar eru á toppi riðils 1 í D-deild eftir góðan 0-1 útisigur á Andorra í dag. Liðið lagði Möltu á ævintýralegan hátt á heimavelli í síðustu umferð en dramatíkin var öllu minni í dag. Klaemint Olsen skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Færeyjum þar með sinn annan sigur í röð. Eins og segir hér að ofan eru 23 ár síðan liðið vann tvo mótsleiki í röð. Liðið er sem stendur með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Faroe Islands' first consecutive competitive wins for 23 years. While you're all bored by half-paced England games, the Nations League is brilliant for the smaller countries. While club football becomes increasingly in favour of the richest, that's a really good thing.— Daniel Storey (@danielstorey85) September 6, 2020 Gott gengi Ryan Giggs og Wales heldur áfram en liðið hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum. Þá hefur það aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex. Liðið hélt einmitt hreinu í dag er Búlgaría var í heimsókn í riðli 4 í B-deild. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þangað til Neco Williams, leikmaður Englandsmeistara Liverpool, skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Wales er því á toppi riðilsins með sex stig af sex mögulegum en í honum leik riðilsins vann Finnland 1-0 sigur á Írlandi þökk sé marki Fredrik Hensen á 63. mínútu. Another win for Ryan Giggs as Wales boss. Now eight unbeaten with six wins and only three goals conceded. Plays youngsters. Doing well.— Andy Mitten (@AndyMitten) September 6, 2020 Önnur úrslit Ungverjaland 2-3 Rússland Slóvenía 1-0 Moldóva Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Töluvert af leikjum er nú lokið í Þjóðadeildinni. Færeyjar unnu sinn annan leik í röð en landið hefur ekki unnið tvo mótsleiki í röð á þessari öld. Þá heldur gott gengi Ryan Giggs með Wales áfram. Færeyingar eru á toppi riðils 1 í D-deild eftir góðan 0-1 útisigur á Andorra í dag. Liðið lagði Möltu á ævintýralegan hátt á heimavelli í síðustu umferð en dramatíkin var öllu minni í dag. Klaemint Olsen skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Færeyjum þar með sinn annan sigur í röð. Eins og segir hér að ofan eru 23 ár síðan liðið vann tvo mótsleiki í röð. Liðið er sem stendur með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Faroe Islands' first consecutive competitive wins for 23 years. While you're all bored by half-paced England games, the Nations League is brilliant for the smaller countries. While club football becomes increasingly in favour of the richest, that's a really good thing.— Daniel Storey (@danielstorey85) September 6, 2020 Gott gengi Ryan Giggs og Wales heldur áfram en liðið hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum. Þá hefur það aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex. Liðið hélt einmitt hreinu í dag er Búlgaría var í heimsókn í riðli 4 í B-deild. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þangað til Neco Williams, leikmaður Englandsmeistara Liverpool, skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Wales er því á toppi riðilsins með sex stig af sex mögulegum en í honum leik riðilsins vann Finnland 1-0 sigur á Írlandi þökk sé marki Fredrik Hensen á 63. mínútu. Another win for Ryan Giggs as Wales boss. Now eight unbeaten with six wins and only three goals conceded. Plays youngsters. Doing well.— Andy Mitten (@AndyMitten) September 6, 2020 Önnur úrslit Ungverjaland 2-3 Rússland Slóvenía 1-0 Moldóva
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira