Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, byrjar nýtt tímabil með liði sínu Andorra á Spáni vel. Liðið vann Barcelona í úrslitum katalónsku deildarinnar í kvöld. Leikurinn gat vart verið jafnari en Andorra vann á endanum leikinn með eins stigs mun, 85-84.

Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda en Börsungur voru þó aðeins betri í fyrri hálfleik. Voru þeir þremur stigum yfir þegar honum lauk, staðan þá 40-37.
Í þeim síðari náðu Andorra betri tökum á leiknum og unnu á endanum eins stigs sigur eins og áður sagði. Börsungar áttu þó lokasókn leiksins en tókst ekki að setja knöttinn ofan í körfuna og 85-84 sigur Andorra því staðreynd.
— MoraBancAndorra (@morabancandorra) September 6, 2020
CAMPIOOOOOOONS!!!!@FCBbasket 84- @morabancandorra 85#MaiPor pic.twitter.com/aZhz2JtrnO
Haukur Helgi er einn þriggja Íslendinga sem leika í spænska körfuboltanum í vetur. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar frá spænska boltanum í vetur.
Risa fréttir fyrir áhugafólk um körfubolta. Spænski körfuboltinn verður í beinni hjá okkur á @St2Sport næsta vetur. Deild, bikar og allt það helsta. Fullt af leikjum og mikið fjör.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) August 31, 2020
Stöð 2 Sport heldur áfram að festa sig í sessi sem íþróttastöð á heimsmælikvarða. pic.twitter.com/tRX19SxKRL