Kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttunni við Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 10:31 Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir/Baldur Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19. Hún segir að hin miklu viðbrögð við faraldrinum kalli á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggi fleiri að velli en Covid-19 á ári hverju. Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem er nýkomið út en fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. Valgerður bendir á að það sem af er ári hafi 800 þúsund manns látist af völdum Covid-19. „Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins,“ segir Valgerður. Þá séu fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu nú en fyrir faraldurinn og metfjöldi fá nú lyf við ópíóðafíkn. Að sögn Valgerðar eru nú 185 einstaklingar í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á göngudeildinni á Vogi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Valgerður hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. „Fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contalgíns, oxycontíns, tramadóls og kódeinlyfja. Flestir taka lyfin inn en við sjáum merki þess að fleiri reyki þau en áður,“ segir Valgerður. Viðtalið við Valgerði má lesa í heild sinni á vef Læknablaðsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira