Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 11:37 Þyrla býr sig undir að sleppa vatni yfir El Dorado-gróðureldinn í Yucaipa austan við Los Angeles í Kaliforníu. AP/Ringo H.W. Chiu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira