Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2020 18:01 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34