Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2020 19:30 Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen. Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen.
Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31