Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 19:22 Nadía keppti í Miss Universe Iceland árið 2019, en myndin af henni er einmitt tekin af því tilefni. Myndin til hægri er af Mason Greenwood í leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli um helgina. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira