Þegar Tröllin tröllríða... Sigríður Karlsdóttir skrifar 8. september 2020 09:30 Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun