Segir Loftbrú ljómandi dæmi um allt sem er að í íslenskri pólitík Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 16:04 Smári McCarthy gagnrýnir niðurgreiðslu á flugfargjöldum til landsbyggðarfólks harðlega, segir þessa hugmynd vanhugsaða. Sigurður Ingi kynnti áætlunina í beinni útsendingu á netinu og braust út nokkur fögnuður, einkum meðal Framsóknarfólks. visir/vilhelm Loftbrú, verkefni sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti fyrr í dag og gengur út á að niðurgreiða sérlega flugferðir til fólks á landsbyggðinni, er að mati Smára McCarthy dæmi um allt sem er að í íslenskri pólitík; skítareddingar og skrum? „Klárlega. Framsókn er víða,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Þarna er verið að horfa á kostnað við flugfargjöld frá röngum enda. Í stað þess að reyna að lækka kostnað við flugrekstur og búa þannig um hlutina að fyrirtæki sjái sér hag í að reka áætlunarleiðir, þá er verið að búa til þá ímynd að fólk sé að fá afslátt. Reyndin er að flugrekstur hefur verið í vondu ástandi innanlands í mörg ár og ekkert annað en fyrirsjáanlegt að verð muni hækka og þessi niðurgreiðsla skili sér ekki til neytenda,“ segir þingmaðurinn. Hann sér fjölmarga galla á hugmyndinni sem nú stendur til að hrinda í framkvæmd. Skrumsfnykur af málinu „Við sjáum líka að fólk úti á landi hefur oft aðgang að góðum afslætti í gegnum verkalýðsfélög á svæðinu; þau kaupa af flugfélögum hundruð flugferða fyrir fram með afslætti og áframselja til félagsmanna. Þetta Loftbrúarkerfi hefur verið kennt um að þessir afslættir fáist ekki lengur.“ Um fjörutíu prósenta afsláttur fyrir þá sem búa úti á landi á flugfargjöldum á kostnað heildarinnar hlýtur að vera gott veganesti fyrir þingmenn sem eiga sitt undir kjördæmakerfinu, að geta farið með slíkt „fagnaðarerindi“ út á land í komandi kosningar? „Það er frekar mikil skrumslykt af þessu, en það sem er verra er að þetta sýnir fram á skort á skilningi á því af hverju flug er svona dýrt - eða vanvilja til að taka á þeim hluta vandans, sem er óeðlilegur kostnaður við eftirlit, leyfisveitingar, þung lendingargjöld, stöðugjöld, flugleiðsögugjöld, og svo jafnvel að aðlaga virðisaukaskatt og annað.“ Eins og áður sagði gengur Loftbrú út á að niðurgreiða flugfargjöld til þeirra sem búa úti á landi. Hér fyrir ofan má sjá allt um málið í frétt Vísis en Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti verkefnið í beinni útsendingu á Facebook. Í athugasemdum lýsa margir yfir ánægju með tiltækið svo sem Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknar sem segir: Loksins. Vanhugsað kjördæmapot fyrir einfalda Smári er þingmaður Suðurlands. Eru þeir þingmenn sem vilja hafa gott veður í héraði ekki nauðbeygðir til að þykjast styðja verkefni sem þessi? Landsbyggðarþingmennirnir. Við sjáum það til að mynda á afstöðu VG í sjókvíaeldismálum; flokkurinn gefur sig út fyrir að vera umhverfisverndarsinnaður en þegir þunnu hljóði í því máli af því að það þjonar ekki hagsmunum flokksins að teknu tilliti til kosningafyrirkomulagsins, að rugga þeim báti? „Ég er landsbyggðarþingmaður. Ég fæ svo sem reglulega á mig gusur af gagnrýni fyrir að spila ekki þessa hefðbundnu kjördæmapotsleiki. En staðreyndin er að mikið af kjördæmapoti er dót sem lítur vel út í ofureinfölduðum greinum í fjölmiðlum en það byggir oft á tíðum á rosalega grunnu hagsmunamati. Hvort er betra fyrir Vestmannaeyjar, að flugsamgöngur alls staðar á landinu séu ódýrar og skilvirkar, þar með talið til Eyja, eða að hver og einn Eyjamaður fái að nafninu til 40 prósenta afslátt af fimm flugferðum á ári þótt ekkert flugfélag geti látið það standa undir kostnaði að reka áætlunarflug þangað?“ spyr Smári og telur að ekki þurfi neinna stjarneðlisfræðinga til að sjá í hendi sér svar við þeirri spurningu. Hagsmunir heildarinnar eru hagsmunir landsbyggðarinnar „Ég nálgast öll mál út frá því að reyna að sjá hvað er best fyrir heildina, hvað virkar almennast, en mitt landsbyggðarsjónarmið er að ég þekki aðstæðurnar og er kunnugur staðháttum, og er því ekki blindur á vandamálin sem eru til staðar í héraði.“ Og þá varðandi hagsmuni heildarinnar og raunverulega hagsmuni heima í héraði. Væri ekki nær að efla samgöngur með öðrum hætti að ýta landsbyggðarfólki til höfuðborgarsvæðisins; til að efla þar starfsemi fremur en að styrkja landsbyggðafólk til að koma í Kringluna? „Það væri ein pæling. Þetta snýst minna um Kringluna og meira um að fólk komist til læknis. En miðstýringarblæti íhaldsflokkanna er orðið frekar þreytt.“ Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Alþingi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Loftbrú, verkefni sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti fyrr í dag og gengur út á að niðurgreiða sérlega flugferðir til fólks á landsbyggðinni, er að mati Smára McCarthy dæmi um allt sem er að í íslenskri pólitík; skítareddingar og skrum? „Klárlega. Framsókn er víða,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Þarna er verið að horfa á kostnað við flugfargjöld frá röngum enda. Í stað þess að reyna að lækka kostnað við flugrekstur og búa þannig um hlutina að fyrirtæki sjái sér hag í að reka áætlunarleiðir, þá er verið að búa til þá ímynd að fólk sé að fá afslátt. Reyndin er að flugrekstur hefur verið í vondu ástandi innanlands í mörg ár og ekkert annað en fyrirsjáanlegt að verð muni hækka og þessi niðurgreiðsla skili sér ekki til neytenda,“ segir þingmaðurinn. Hann sér fjölmarga galla á hugmyndinni sem nú stendur til að hrinda í framkvæmd. Skrumsfnykur af málinu „Við sjáum líka að fólk úti á landi hefur oft aðgang að góðum afslætti í gegnum verkalýðsfélög á svæðinu; þau kaupa af flugfélögum hundruð flugferða fyrir fram með afslætti og áframselja til félagsmanna. Þetta Loftbrúarkerfi hefur verið kennt um að þessir afslættir fáist ekki lengur.“ Um fjörutíu prósenta afsláttur fyrir þá sem búa úti á landi á flugfargjöldum á kostnað heildarinnar hlýtur að vera gott veganesti fyrir þingmenn sem eiga sitt undir kjördæmakerfinu, að geta farið með slíkt „fagnaðarerindi“ út á land í komandi kosningar? „Það er frekar mikil skrumslykt af þessu, en það sem er verra er að þetta sýnir fram á skort á skilningi á því af hverju flug er svona dýrt - eða vanvilja til að taka á þeim hluta vandans, sem er óeðlilegur kostnaður við eftirlit, leyfisveitingar, þung lendingargjöld, stöðugjöld, flugleiðsögugjöld, og svo jafnvel að aðlaga virðisaukaskatt og annað.“ Eins og áður sagði gengur Loftbrú út á að niðurgreiða flugfargjöld til þeirra sem búa úti á landi. Hér fyrir ofan má sjá allt um málið í frétt Vísis en Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnti verkefnið í beinni útsendingu á Facebook. Í athugasemdum lýsa margir yfir ánægju með tiltækið svo sem Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknar sem segir: Loksins. Vanhugsað kjördæmapot fyrir einfalda Smári er þingmaður Suðurlands. Eru þeir þingmenn sem vilja hafa gott veður í héraði ekki nauðbeygðir til að þykjast styðja verkefni sem þessi? Landsbyggðarþingmennirnir. Við sjáum það til að mynda á afstöðu VG í sjókvíaeldismálum; flokkurinn gefur sig út fyrir að vera umhverfisverndarsinnaður en þegir þunnu hljóði í því máli af því að það þjonar ekki hagsmunum flokksins að teknu tilliti til kosningafyrirkomulagsins, að rugga þeim báti? „Ég er landsbyggðarþingmaður. Ég fæ svo sem reglulega á mig gusur af gagnrýni fyrir að spila ekki þessa hefðbundnu kjördæmapotsleiki. En staðreyndin er að mikið af kjördæmapoti er dót sem lítur vel út í ofureinfölduðum greinum í fjölmiðlum en það byggir oft á tíðum á rosalega grunnu hagsmunamati. Hvort er betra fyrir Vestmannaeyjar, að flugsamgöngur alls staðar á landinu séu ódýrar og skilvirkar, þar með talið til Eyja, eða að hver og einn Eyjamaður fái að nafninu til 40 prósenta afslátt af fimm flugferðum á ári þótt ekkert flugfélag geti látið það standa undir kostnaði að reka áætlunarflug þangað?“ spyr Smári og telur að ekki þurfi neinna stjarneðlisfræðinga til að sjá í hendi sér svar við þeirri spurningu. Hagsmunir heildarinnar eru hagsmunir landsbyggðarinnar „Ég nálgast öll mál út frá því að reyna að sjá hvað er best fyrir heildina, hvað virkar almennast, en mitt landsbyggðarsjónarmið er að ég þekki aðstæðurnar og er kunnugur staðháttum, og er því ekki blindur á vandamálin sem eru til staðar í héraði.“ Og þá varðandi hagsmuni heildarinnar og raunverulega hagsmuni heima í héraði. Væri ekki nær að efla samgöngur með öðrum hætti að ýta landsbyggðarfólki til höfuðborgarsvæðisins; til að efla þar starfsemi fremur en að styrkja landsbyggðafólk til að koma í Kringluna? „Það væri ein pæling. Þetta snýst minna um Kringluna og meira um að fólk komist til læknis. En miðstýringarblæti íhaldsflokkanna er orðið frekar þreytt.“
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Alþingi Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira