Nýju ljósi varpað á umdeilda Eurovision-ferð Hatara Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 14:30 Klemens og Matthías stóðu í ströngu í Tel Aviv vorið 2019. Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is. RIFF Eurovision Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is.
RIFF Eurovision Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira