Varð fyrir ör frumbyggja í eftirlitsferð og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 08:07 Rieli Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum. Samsett/getty Einn helsti sérfræðingur Brasilíu í einangruðum ættbálkum frumbyggja Amasonfrumskógarins lést eftir að hafa orðið fyrir ör frumbyggja á miðvikudag. Rieli Franciscato var í eftirlitsferð á vegum frumbyggjaskrifstofu ríkisins í hinu afskekkta Rondônia-ríki í norðvesturhluta Brasilíu í fyrradag. Samkvæmt framburði vitna á staðnum urðu Franciscato og fylgdarlið hans fyrir örvadrífu frumbyggja. Franciscato reyndi að skýla sér bak við bíl en fékk ör í brjóstið. Franciscato er sagður hafa fjarlægt örina sjálfur úr brjóstinu, hlaupið um fimmtíu metra og að endingu hnigið niður. Haft er eftir Gabriel Uchida fréttaljósmyndara í frétt AFP-fréttaveitunnar að Franciscato hafi ætlað að vitja ættbálks sem kenndur er við Cautario-ána. Ættbálkurinn sé oftast friðsamur en á miðvikudag hafi fimm vopnaðir menn úr ættbálknum mætt Franciscato og fylgdarliði hans. „Herlið,“ segir Uchida. Survival Indernational, réttindasamtök frumbyggja, segja Franciscato hafa verið kallaðan út að svæðinu eftir að þar sást ítrekað til einangraðra frumbyggja undanfarna mánuði. Skógareyðing hafi verið gríðarleg á svæðinu síðustu ár og með henni hafi verið þjarmað verulega að heimkynnum ættbálkanna. Andlát Fransciscato hafi þannig nær vafalaust verið „svar við hinum gríðarlega þrýstingi“ sem frumbyggjar og regnskógurinn þeirra sitji nú undir. Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum og vann að málaflokknum í yfir þrjátíu ár, að því er segir í frétt BBC. Hann var 56 ára. Brasilía Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Brasilíu í einangruðum ættbálkum frumbyggja Amasonfrumskógarins lést eftir að hafa orðið fyrir ör frumbyggja á miðvikudag. Rieli Franciscato var í eftirlitsferð á vegum frumbyggjaskrifstofu ríkisins í hinu afskekkta Rondônia-ríki í norðvesturhluta Brasilíu í fyrradag. Samkvæmt framburði vitna á staðnum urðu Franciscato og fylgdarlið hans fyrir örvadrífu frumbyggja. Franciscato reyndi að skýla sér bak við bíl en fékk ör í brjóstið. Franciscato er sagður hafa fjarlægt örina sjálfur úr brjóstinu, hlaupið um fimmtíu metra og að endingu hnigið niður. Haft er eftir Gabriel Uchida fréttaljósmyndara í frétt AFP-fréttaveitunnar að Franciscato hafi ætlað að vitja ættbálks sem kenndur er við Cautario-ána. Ættbálkurinn sé oftast friðsamur en á miðvikudag hafi fimm vopnaðir menn úr ættbálknum mætt Franciscato og fylgdarliði hans. „Herlið,“ segir Uchida. Survival Indernational, réttindasamtök frumbyggja, segja Franciscato hafa verið kallaðan út að svæðinu eftir að þar sást ítrekað til einangraðra frumbyggja undanfarna mánuði. Skógareyðing hafi verið gríðarleg á svæðinu síðustu ár og með henni hafi verið þjarmað verulega að heimkynnum ættbálkanna. Andlát Fransciscato hafi þannig nær vafalaust verið „svar við hinum gríðarlega þrýstingi“ sem frumbyggjar og regnskógurinn þeirra sitji nú undir. Franciscato leiddi verkefni á vegum frumbyggjaskrifstofunnar sem ætlað var að vernda einangraða ættbálka í Amasonfrumskóginum og vann að málaflokknum í yfir þrjátíu ár, að því er segir í frétt BBC. Hann var 56 ára.
Brasilía Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira