Ósvöruð spurning um njósnastað ekki nóg fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2020 14:15 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson mæta í dómsal þegar málið var til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02