Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. september 2020 20:30 Lögreglan fylgist grannt með vefsíðum sem sýna íslenskt klámfengið efni. Dreifing kláms er ólögleg. Getty Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“ Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“
Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira