Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Spezia til Danmerkur.
Sveinn Aron verður á láni hjá OB út leiktíðina en hann var kynntur fyrir leik liðsins gegn FCK á heimavelli í dag.
Sveinn er ekki eini Íslendingurinn hjá OB því Aron Elís Þrándarson er einnig á mála hjá félaginu sem er með miklar væntingar.
Framherjinn á að styrkja lið OB en Sveinn spilaði fimmtán leiki í Seríu B á síðustu lektíð. Þar skoraði hann tvö mörk og lagði upp önnur þrjú.
OB leikur nú gegn FCK á heimavelli en Sveinn getur spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið um næstu helgi.
Velkominn, Sveinn!! 22-årige Sveinn Aron Gudjohnsen er lejet det næste år og skal stange bolde i kassen for Striberne Og ja, det er Eidur Gudjohnsens søn #obdk #sldk #velkominnSveinn #byensstriber pic.twitter.com/9jEhSpkyCr
— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) September 13, 2020