Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 23:00 Stuðningsmenn Pútíns hafa unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í fjölda sambandsríkja Rússlands. Stjórnarandstæðingar virðast hins vegar hafa bætt við sig sætum í fjölda sveitartjórna í Síberíu. EPA-EFE/MICHAEL KLIMENTYEV Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk. Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk.
Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50
Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent