Hver á að greiða fyrir orkuskiptin? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. september 2020 11:00 Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Orkumál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun