Hoppar hæð sína af gleði yfir því að tuttugu þúsund nafna múrinn sé rofinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 17:52 Katrín Oddsdóttir lögmaður. vísir/stefán „Ég færi þær stórkostlegu gleðifréttir að undirskriftasöfnun fyrir nýju stjórnarskrána var að ná 20 þúsund staðfestum undirskriftum þannig að það er ekki hægt annað en að vera ótrúlega glaður núna.“ Þetta sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins en með áfanga þessum hefur drjúgum hluta markmiðs sem félagið setti sér verið náð. „Við settum okkur markmið um 25 þúsund undirskriftir, einfaldlega vegna þess að það er 10 prósent af öllum kjörgengum einstaklingum á Íslandi og samkvæmt nýju stjórnarskránni, þeirri sem við viljum fá, hefði það nægt til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Okkur finnst það sýna ágætlega hvernig valdið hefur verið tekið frá fólkinu með því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og í staðinn þurfum við að sitja uppi með það að safna undirskriftum á Íslandi, í lýðræðisríkinu. En það er allt í lagi, okkur finnst þetta mjög gaman og þetta er bara rétt að byrja.“ Ungt fólk í fararbroddi Ungt fólk hefur að undanförnu verið afar áberandi í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá. Katrín segir að vakning sé á meðal ungs fólks sem tvær ungar konur eigi heiðurinn að hafa hrundið af stað. Hún telur ungt fólk vera lausara við meðvirkni og óhræddara við að segja sína skoðun umbúðalaust. „Það er nú kannski fyrst og fremst tvær ungar konur sem eru búnar að vera miklar hamhleypur á samfélagsmiðlum sem unga fólkið nýtir sér eins og Instagram og Tik tok sem heita Ósk [Elfarsdóttir] og Gunnhildur [Fríða Hallgrímsdóttir] sem eiga stóran heiður af þessari vakningu sem sannarlega hefur orðið nýlega meðal ungs fólks. Þær eru búnar að gera fullt af myndböndum með mikið af ungu fólki sem verður sett á netið á næstu dögum.“ Katrín segir að í myndböndunum séu ákveðin skilaboð sem í kjarnanum hverfist um að komandi kynslóð „ætlar ekki að láta bjóða sér þessi eldgömlu dönsku grunnlög sem voru skrifuð af einhverjum embættiskörlum. Það er bara kominn tími á að breyta þessu og það verður ekki gert með einhverjum bútasaumi í einhverju hliðarherbergi í Alþingishúsinu heldur verður það gert á þeim grundvelli að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar gildi og nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Það þýðir ekkert að reyna að stoppa þetta. Það yrði eins og að ætla að stoppa vatn, það bara mun finna sér farveg, það þýðir ekkert að ætla sér að reyna að stoppa þessa kröfu.“ Óttast að Alþingi sé ófært um að innleiða nýju stjórnarskrána Katrín vísar í máli sínu til heildarendurskoðunar á núgildandi stjórnarskrá í þverpólitísku samstarfi. „Það sem er svo alvarlegt við það er að verið sé að stigbæta þessa gömlu stjórnarskrá í stað þess að leggja nýju til grundvallar. Þau eru að velja sér einhver ákveðin ákvæði, eins og þetta sé bara eitthvað hlaðborð og dytta að þeim - og stundum útvatna þau ansi mikið, eins og auðlindaákvæðið - og setja þau svo inn í þá gömlu. En það er ekki það sem þjóðin kaus um árið 2012. Það var kosið um það hvort leggja ætti þá nýju til grundvallar og svarið var mjög skýrt, 67% kjósenda sögðu já og á meðan þetta er hundsað á Alþingi verður alltaf þessi hræðilegi skortur á trausti milli þings og þjóðar því þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn og Alþingi verður að vakna til vitundar um þá staðreynd og við höldum bara áfram að hamast þar til það gerist. Það er ekkert stórmál.“ Katrín óttast að Alþingi sé ófært um að koma nýju stjórnarskránni til leiðar. „Fyrst gefur maður þessu eitt ár og svo tvö ár. En svo allt í einu núna eru að verða komin átta ár. Og þá vitum við bara að Alþingi er ófært um þetta. Alþingi er stútfullt af velmeinandi og frábæru fólki en sem stofnun ræður hún ekki við þetta stóra verkefni. Það hafa síðustu 75 ár sýnt okkur svo skýrlega. Þannig að nú þurfum við bara hreinlega að gefa okkar ágæta þingi handleiðslu í gegnum málið og hjálpa þeim að sjá ljósið og skilja að það er þjóðin sem ákveður leikreglurnar þegar kemur að þinginu en ekki þau sjálf. Um leið og það tekst þá erum við bara í góðum málum og getum haldið að byggja upp þetta frábæra samfélag.“ Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hvað er málið með stjórnarskrána? „Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann. 1. september 2020 10:00 Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. 26. ágúst 2020 10:30 „Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. 18. ágúst 2020 18:51 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Ég færi þær stórkostlegu gleðifréttir að undirskriftasöfnun fyrir nýju stjórnarskrána var að ná 20 þúsund staðfestum undirskriftum þannig að það er ekki hægt annað en að vera ótrúlega glaður núna.“ Þetta sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins en með áfanga þessum hefur drjúgum hluta markmiðs sem félagið setti sér verið náð. „Við settum okkur markmið um 25 þúsund undirskriftir, einfaldlega vegna þess að það er 10 prósent af öllum kjörgengum einstaklingum á Íslandi og samkvæmt nýju stjórnarskránni, þeirri sem við viljum fá, hefði það nægt til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Okkur finnst það sýna ágætlega hvernig valdið hefur verið tekið frá fólkinu með því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og í staðinn þurfum við að sitja uppi með það að safna undirskriftum á Íslandi, í lýðræðisríkinu. En það er allt í lagi, okkur finnst þetta mjög gaman og þetta er bara rétt að byrja.“ Ungt fólk í fararbroddi Ungt fólk hefur að undanförnu verið afar áberandi í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá. Katrín segir að vakning sé á meðal ungs fólks sem tvær ungar konur eigi heiðurinn að hafa hrundið af stað. Hún telur ungt fólk vera lausara við meðvirkni og óhræddara við að segja sína skoðun umbúðalaust. „Það er nú kannski fyrst og fremst tvær ungar konur sem eru búnar að vera miklar hamhleypur á samfélagsmiðlum sem unga fólkið nýtir sér eins og Instagram og Tik tok sem heita Ósk [Elfarsdóttir] og Gunnhildur [Fríða Hallgrímsdóttir] sem eiga stóran heiður af þessari vakningu sem sannarlega hefur orðið nýlega meðal ungs fólks. Þær eru búnar að gera fullt af myndböndum með mikið af ungu fólki sem verður sett á netið á næstu dögum.“ Katrín segir að í myndböndunum séu ákveðin skilaboð sem í kjarnanum hverfist um að komandi kynslóð „ætlar ekki að láta bjóða sér þessi eldgömlu dönsku grunnlög sem voru skrifuð af einhverjum embættiskörlum. Það er bara kominn tími á að breyta þessu og það verður ekki gert með einhverjum bútasaumi í einhverju hliðarherbergi í Alþingishúsinu heldur verður það gert á þeim grundvelli að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar gildi og nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Það þýðir ekkert að reyna að stoppa þetta. Það yrði eins og að ætla að stoppa vatn, það bara mun finna sér farveg, það þýðir ekkert að ætla sér að reyna að stoppa þessa kröfu.“ Óttast að Alþingi sé ófært um að innleiða nýju stjórnarskrána Katrín vísar í máli sínu til heildarendurskoðunar á núgildandi stjórnarskrá í þverpólitísku samstarfi. „Það sem er svo alvarlegt við það er að verið sé að stigbæta þessa gömlu stjórnarskrá í stað þess að leggja nýju til grundvallar. Þau eru að velja sér einhver ákveðin ákvæði, eins og þetta sé bara eitthvað hlaðborð og dytta að þeim - og stundum útvatna þau ansi mikið, eins og auðlindaákvæðið - og setja þau svo inn í þá gömlu. En það er ekki það sem þjóðin kaus um árið 2012. Það var kosið um það hvort leggja ætti þá nýju til grundvallar og svarið var mjög skýrt, 67% kjósenda sögðu já og á meðan þetta er hundsað á Alþingi verður alltaf þessi hræðilegi skortur á trausti milli þings og þjóðar því þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn og Alþingi verður að vakna til vitundar um þá staðreynd og við höldum bara áfram að hamast þar til það gerist. Það er ekkert stórmál.“ Katrín óttast að Alþingi sé ófært um að koma nýju stjórnarskránni til leiðar. „Fyrst gefur maður þessu eitt ár og svo tvö ár. En svo allt í einu núna eru að verða komin átta ár. Og þá vitum við bara að Alþingi er ófært um þetta. Alþingi er stútfullt af velmeinandi og frábæru fólki en sem stofnun ræður hún ekki við þetta stóra verkefni. Það hafa síðustu 75 ár sýnt okkur svo skýrlega. Þannig að nú þurfum við bara hreinlega að gefa okkar ágæta þingi handleiðslu í gegnum málið og hjálpa þeim að sjá ljósið og skilja að það er þjóðin sem ákveður leikreglurnar þegar kemur að þinginu en ekki þau sjálf. Um leið og það tekst þá erum við bara í góðum málum og getum haldið að byggja upp þetta frábæra samfélag.“
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hvað er málið með stjórnarskrána? „Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann. 1. september 2020 10:00 Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. 26. ágúst 2020 10:30 „Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. 18. ágúst 2020 18:51 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Hvað er málið með stjórnarskrána? „Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann. 1. september 2020 10:00
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. 26. ágúst 2020 10:30
„Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. 18. ágúst 2020 18:51