„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 15:43 Frá höfninni á Húsavík. Vísir/Vilhelm „Heldur betur,“ segir Guðmundur A. Hólmgeirsson, íbúi á Húsavík, aðspurður um það hvort hann hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir Húsavík og nágrenni skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Jarðskjálftinn mældist 4,6 að stærð en upptök hans voru töluvert nær landi en fyrri skjálftar í jarðskjálftahrinunni sem hófst á svæðinu í sumar. Upptökin voru inn í Skjálfandaflóa, 6,8 kílómetrum suðaustur af Flatey eða um tuttugu kílómetrum frá Húsavík. „Það bara lék allt á reiðiskjálfi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur man tímanna tvenna en segist þó ekki muna eftir jafn hastarlegum skjálfta. „Ég bý hérna í timburhúsi, tveggja hæða. Við vorum úti á verönd og þá kemur þessi hrikalegi skjálfti. Þetta var mjög áþreifanlegt,“ segir hann. Guðmundur og fjölskylda hans eiga hús í Flatey og voru einmitt að koma þaðan fyrr í dag. Hann segist hafa verið út í eyju þegar fyrsti stóri jarðskjálftinn í hrinunni reið yfir fyrr í sumar, en að skjálftinn í dag hafi verið mun snarpari. „Þetta var miklu hastarlegra.“ Skjálftinn fannst vel á Akureyri og víðar. Til að mynda hringdi íbúi á Dalvík inn á fréttastofu sem sagðist hafa þurft að halda í sjónvarpið á heimili sínu svo það myndi ekki hrynja í gólfið. Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Heldur betur,“ segir Guðmundur A. Hólmgeirsson, íbúi á Húsavík, aðspurður um það hvort hann hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir Húsavík og nágrenni skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Jarðskjálftinn mældist 4,6 að stærð en upptök hans voru töluvert nær landi en fyrri skjálftar í jarðskjálftahrinunni sem hófst á svæðinu í sumar. Upptökin voru inn í Skjálfandaflóa, 6,8 kílómetrum suðaustur af Flatey eða um tuttugu kílómetrum frá Húsavík. „Það bara lék allt á reiðiskjálfi,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur man tímanna tvenna en segist þó ekki muna eftir jafn hastarlegum skjálfta. „Ég bý hérna í timburhúsi, tveggja hæða. Við vorum úti á verönd og þá kemur þessi hrikalegi skjálfti. Þetta var mjög áþreifanlegt,“ segir hann. Guðmundur og fjölskylda hans eiga hús í Flatey og voru einmitt að koma þaðan fyrr í dag. Hann segist hafa verið út í eyju þegar fyrsti stóri jarðskjálftinn í hrinunni reið yfir fyrr í sumar, en að skjálftinn í dag hafi verið mun snarpari. „Þetta var miklu hastarlegra.“ Skjálftinn fannst vel á Akureyri og víðar. Til að mynda hringdi íbúi á Dalvík inn á fréttastofu sem sagðist hafa þurft að halda í sjónvarpið á heimili sínu svo það myndi ekki hrynja í gólfið.
Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira