Sverrir Ingi frábær er PAOK tryggði sæti í umspili Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 20:10 Sverrir Ingi fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Twitter-síða PAOK Það er ljóst að vítaspyrnan - og í kjölfarið rauða spjaldið eftir að hafa fengið tvö gul - sem landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk á sig gegn Englandi fyrr í þessum mánuði hefur ekki haft mikil áhrif á miðvörðinn knáa. Sverrir Ingi var frábær í vörn gríska liðsins PAOK er liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með frábærum 2-1 sigri á Benfica á heimavelli í kvöld. Fyrir leik voru Benfica ef til vill taldir líklegri til árangurs en Sverrir Ingi og félagar voru ekki alveg tilbúnir að hleypa portúgalska liðinu svo glatt áfram. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það belgíski landsliðsmaðurinn Jan Vertonghen sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Andrija Živković kom PAOK svo gott sem áfram með marki þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka. Rafa Silfa minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma en nær komst Benfica ekki. Lokatölur 2-1 PAOK í vil og liðið komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. #Photos #PAOKSLB #UCL pic.twitter.com/pNQepzAXBW— PAOK FC (@PAOK_FC) September 15, 2020 PAOK mætir þar Krasnodar frá Rússlandi en leiknir verða tveir leikir til að skera úr um hvort liðið kemst í riðlakeppnina. Fara þeir fram þann 22. og 30. september. Sverrir Ingi átti frábæran leik í liði PAOK í kvöld og var samkvæmt vefsíðunni Sofascore maður leiksins með 7.8 í einkunn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Albert byrjaði er AZ datt út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu Albert Guðmundsson hóf leikinn er AZ Alkmaar mætti Dynamo Kyiv ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 15. september 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Það er ljóst að vítaspyrnan - og í kjölfarið rauða spjaldið eftir að hafa fengið tvö gul - sem landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk á sig gegn Englandi fyrr í þessum mánuði hefur ekki haft mikil áhrif á miðvörðinn knáa. Sverrir Ingi var frábær í vörn gríska liðsins PAOK er liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með frábærum 2-1 sigri á Benfica á heimavelli í kvöld. Fyrir leik voru Benfica ef til vill taldir líklegri til árangurs en Sverrir Ingi og félagar voru ekki alveg tilbúnir að hleypa portúgalska liðinu svo glatt áfram. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það belgíski landsliðsmaðurinn Jan Vertonghen sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Andrija Živković kom PAOK svo gott sem áfram með marki þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka. Rafa Silfa minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma en nær komst Benfica ekki. Lokatölur 2-1 PAOK í vil og liðið komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. #Photos #PAOKSLB #UCL pic.twitter.com/pNQepzAXBW— PAOK FC (@PAOK_FC) September 15, 2020 PAOK mætir þar Krasnodar frá Rússlandi en leiknir verða tveir leikir til að skera úr um hvort liðið kemst í riðlakeppnina. Fara þeir fram þann 22. og 30. september. Sverrir Ingi átti frábæran leik í liði PAOK í kvöld og var samkvæmt vefsíðunni Sofascore maður leiksins með 7.8 í einkunn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Albert byrjaði er AZ datt út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu Albert Guðmundsson hóf leikinn er AZ Alkmaar mætti Dynamo Kyiv ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 15. september 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Albert byrjaði er AZ datt út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu Albert Guðmundsson hóf leikinn er AZ Alkmaar mætti Dynamo Kyiv ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 15. september 2020 19:00