Arteta: Aubameyang getur komist í hóp bestu leikmanna heims hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 10:30 Pierre-Emerick Aubameyang með föður sínum á Emirates leikvanginum í gær eftir að gengið var frá nýjum samningi. Getty/Stuart MacFarlane Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eins og aðrir Arsenal menn mjög ánægðir með það að Pierre-Emerick Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær. Pierre-Emerick Aubameyang gladdi stuðningsmenn Arsenal í gær með því að breyta út af venju stórstjarna liðsins síðustu ár og velja það að vera áfram hjá félaginu. Undanfarin ár hafa bestu leikmenn félagsins stokkið í burtu, hver á fætur öðrum. Gabonmaðurinn valdi það hins vegar að vera áfram. He's here and he's perfect! @Aubameyang7 pic.twitter.com/jLrquZMgjU— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 Aubameyang skrifaði undir nýjan þriggja ára samning. „Það var aldrei neinn vafi á því að ég myndi skrifa undir nýjan samning við þetta félag,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang sem fagnaði samningnum með föður sínum á Emirates. „Ég trúi á Arsenal. Við getum gert stóra hluti saman. Við erum með spennandi lið og ég trúi því að okkar bestu dagar eigi eftir að koma,“ sagði Aubameyang. Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 og vann markakóngstitil ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili 2018-19. Gamli samningurinn átti að renna út við lok þessa tímabils og hann hefði því mátt ræða við önnur félög í janúar. Pierre-Emerick Aubameyang fékk fyrirliðabandið á síðasta tímabili og hefur þegar tekið við tveimur bikurum. Hann skoraði tvö mörk í sigri á Chelsea í bikarúrslitaleiknum og skoraði líka þegar liðið vann Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. The moment you've all been waiting for! @Aubameyang7 pic.twitter.com/OUQdmoIEpW— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020 „Það var mikilvægt fyrir okkur að Pierre-Emerick yrði áfram hjá okkur. Hann er frábær leikmaður með ótrúlegt hugarfar. Það segir okkur allt um hans getu að hann hafi verið sá sem var fljótastur að skora fimmtíu mörk fyrir þetta félag,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. „Hann er mikilvægur leiðtogi fyrir liðið og stór hluti af því sem við erum að byggja upp hér. Hann vill vera í hópi bestu leikmanna heims og setja sitt mark. Hann getur náð því hér,“ sagði Arteta. Arsenal keypti Aubameyang á sínum tíma á 56 milljónir punda. Hann hefur síðan skorað 72 mörk í 111 leikjum þar af 55 mörk í 86 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang fékk fyrirliðabandið í nóvember eftir að Unai Emery tók það af Granit Xhaka. This is where you belong, Auba @Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira