Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2020 13:21 Icelandair þarf að safna 14 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu til að Landsbanki og Íslandsbanki virkji samninga um kaup á hlutum fyrir samanlagt sex milljarða. Þá eru aðrir samningar félagsins við til að mynda lánadrottna og Boeing háðir því að markmið hlutabréfaútboðsins náist. Vísir/Vilhelm Það kemur í ljós eftir um sólarhring hvort stjórn Icelandair tekst að endurreisa rekstur félagsins með hlutafjárútboði sem hófst klukkan níu í morgun. Stærsti óvissuþátturinn er hvort stærstu lífeyrissjóðir landsins taki þátt í útboðinu. Í hlutafjárútboði Icelandair sem hófst klukkan níu í morgun og lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun stefnir stjórn félagsins á að safna á bilinu 20 til 23 milljörðum króna í nýju hlutafé. Hlutir eru einungis seldir rafrænt hjá Íslandsbanka, Landsbanka og í gegnum vefsíðu félagsins og er lágmarksfjárfesting í bók A 20 milljónir króna en að lágmarki 100 þúsund og hámarki 20 milljónir í bók B. Kynningarfundi Icelandair á hótel Natura var einnig streymt. Reiknað er með að félagið fari að skila hagnaði árið 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem kaupa hluti sem eru á genginu ein króna öðlast einnig rétt til að kaupa 25 prósent af hlut sínum til viðbótar á næstu tveimur árum á stighækkandi gengi upp að 1,30 krónur. Þeim ber þó ekki skylda til þess. Icelandair hélt almennan kynningarfund á útboðinu, stöðu félagsins og væntingum á hótel Natura í morgun. Þar kom fram að samningar við lánadrottna, Boeing og fleiri aðila væru háðir því að markmið hlutafjárútboðsins gengju eftir. En félagið hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á samtals sex milljarða hlut, þannig að í raun þarf félagið að safna 14 milljörðum frá fjárfestum. Bogi bjartsýnn á framtíð Icelandair Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir fjárfesta geta búist við góðri ávöxtun á næstu árum.Skjáskot frá kynningarfundi í morgun. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði viðskiptalíkan Icelandair og leiðarkerfi hafa sannað sig og mikil tækifæri væru í íslenskum ferðamannamarkaði og flugi yfir Atlantshafið. „Breytingar sem við erum að sjá hjá flugfélögum í kringum okkur munu fela í sér tækifæri fyrir okkar leiðarkerfi sem við ætlum að nýta okkur. Þannig að við teljum að fjárfesting í Icelandair Group geti falið í sér ágæta ávöxtun á næstu árum. En að sjálfsögðu er alltaf áhætta í hlutabréfakaupum. Ekki síst í flugfélögum á þessum óvissutímum,“ sagði Bogi. Í máli Svönu Huldar Linnet forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans kom reyndar fram að að ávöxtunin á næstu árum gæti orðið mjög góð miðað við forsendur félagsins. „Miðað við þessar forsendur sem eru gefnar upp hér í næmitöflunni má gera ráð fyrir að væntinga ársávöxtun verði á bilinu sautján til fimmtíu prósent út árið 2024,“ sagði Svana Huld en ítrekaði fyrirvara Boga um að fjárfesting í hlutabréfum væri í eðli sínu áhættusöm. Áhugi lífeyrissjóða skiptir sköpum Í svari við fyrirspurn á kynningarfundinum um arðsemi hluthafa á undanförnum árum sagði Bogi að eftir hlutafjárútboð félagsins árið 2010 upp á 70 milljónir dollara hafi félagið greitt út meiri arð fram að kórónufaraldrinum en safnaðist í því hlutafjárútboði. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair sagði samninga við ýmsa aðila hafa skilað félaginu 450 milljónum dollara í bættri lausafjárstöðu. Hvernig til tekst hins vegar í hlutafjárútboðinu ræðst af þátttöku lífeyrissjóðanna sem upplýsa ekki um hvað þeir hyggjast gera og því liggur það ekki ljóst fyrir fyrr en að útboðinu loknu á morgun. Í dag eru sex íslenskir lífeyrissjóðir meðal sjö stærstu hluthafa í Icelandair. Lífeyrissjóður verslunarmanna trónir á toppnum með 11,81 prósenta hlut, næst stærsti hluthafinn er Par Investment Partners í Boston með 10,49 prósent og þar fyrir neðan raðast Gildi, Birta, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna A-deild og Stefnir með frá 7,4 prósenta hlut niður í 5,17 prósent. Aðrir lífeyrissjóðir og fjárfestar eru þar fyrir neðan. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54 Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira
Það kemur í ljós eftir um sólarhring hvort stjórn Icelandair tekst að endurreisa rekstur félagsins með hlutafjárútboði sem hófst klukkan níu í morgun. Stærsti óvissuþátturinn er hvort stærstu lífeyrissjóðir landsins taki þátt í útboðinu. Í hlutafjárútboði Icelandair sem hófst klukkan níu í morgun og lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun stefnir stjórn félagsins á að safna á bilinu 20 til 23 milljörðum króna í nýju hlutafé. Hlutir eru einungis seldir rafrænt hjá Íslandsbanka, Landsbanka og í gegnum vefsíðu félagsins og er lágmarksfjárfesting í bók A 20 milljónir króna en að lágmarki 100 þúsund og hámarki 20 milljónir í bók B. Kynningarfundi Icelandair á hótel Natura var einnig streymt. Reiknað er með að félagið fari að skila hagnaði árið 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem kaupa hluti sem eru á genginu ein króna öðlast einnig rétt til að kaupa 25 prósent af hlut sínum til viðbótar á næstu tveimur árum á stighækkandi gengi upp að 1,30 krónur. Þeim ber þó ekki skylda til þess. Icelandair hélt almennan kynningarfund á útboðinu, stöðu félagsins og væntingum á hótel Natura í morgun. Þar kom fram að samningar við lánadrottna, Boeing og fleiri aðila væru háðir því að markmið hlutafjárútboðsins gengju eftir. En félagið hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á samtals sex milljarða hlut, þannig að í raun þarf félagið að safna 14 milljörðum frá fjárfestum. Bogi bjartsýnn á framtíð Icelandair Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir fjárfesta geta búist við góðri ávöxtun á næstu árum.Skjáskot frá kynningarfundi í morgun. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði viðskiptalíkan Icelandair og leiðarkerfi hafa sannað sig og mikil tækifæri væru í íslenskum ferðamannamarkaði og flugi yfir Atlantshafið. „Breytingar sem við erum að sjá hjá flugfélögum í kringum okkur munu fela í sér tækifæri fyrir okkar leiðarkerfi sem við ætlum að nýta okkur. Þannig að við teljum að fjárfesting í Icelandair Group geti falið í sér ágæta ávöxtun á næstu árum. En að sjálfsögðu er alltaf áhætta í hlutabréfakaupum. Ekki síst í flugfélögum á þessum óvissutímum,“ sagði Bogi. Í máli Svönu Huldar Linnet forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans kom reyndar fram að að ávöxtunin á næstu árum gæti orðið mjög góð miðað við forsendur félagsins. „Miðað við þessar forsendur sem eru gefnar upp hér í næmitöflunni má gera ráð fyrir að væntinga ársávöxtun verði á bilinu sautján til fimmtíu prósent út árið 2024,“ sagði Svana Huld en ítrekaði fyrirvara Boga um að fjárfesting í hlutabréfum væri í eðli sínu áhættusöm. Áhugi lífeyrissjóða skiptir sköpum Í svari við fyrirspurn á kynningarfundinum um arðsemi hluthafa á undanförnum árum sagði Bogi að eftir hlutafjárútboð félagsins árið 2010 upp á 70 milljónir dollara hafi félagið greitt út meiri arð fram að kórónufaraldrinum en safnaðist í því hlutafjárútboði. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair sagði samninga við ýmsa aðila hafa skilað félaginu 450 milljónum dollara í bættri lausafjárstöðu. Hvernig til tekst hins vegar í hlutafjárútboðinu ræðst af þátttöku lífeyrissjóðanna sem upplýsa ekki um hvað þeir hyggjast gera og því liggur það ekki ljóst fyrir fyrr en að útboðinu loknu á morgun. Í dag eru sex íslenskir lífeyrissjóðir meðal sjö stærstu hluthafa í Icelandair. Lífeyrissjóður verslunarmanna trónir á toppnum með 11,81 prósenta hlut, næst stærsti hluthafinn er Par Investment Partners í Boston með 10,49 prósent og þar fyrir neðan raðast Gildi, Birta, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna A-deild og Stefnir með frá 7,4 prósenta hlut niður í 5,17 prósent. Aðrir lífeyrissjóðir og fjárfestar eru þar fyrir neðan.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54 Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Sjá meira
Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30
Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. 10. september 2020 11:54
Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31