Draxler tryggði PSG fyrsta sigurinn með marki á síðustu stundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 21:45 Draxler reyndist hetja PSG í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain voru tveimur mínútum frá því að spila þriðja leikinn í röð án sigurs og án þess að koma knettinum í netið. Þjóðverjinn Julian Draxler reyndist hetja liðsins í kvöld er liðið vann 1-0 heimasigur á Metz í frönsku úrvalsdeildinni. Believe and you will achieve #PSGFCM #ICICESTPARIS pic.twitter.com/isctLgk1NT— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 16, 2020 PSG hefur vægast sagt byrjað tímabilið herfilega en liðið var án stiga fyrir leik kvöldsins. Þá sauð allt upp úr í síðasta leik liðsins og fékk til að mynda brasilíska stórstjarnan Neymar rautt spjald og var því í banni er flautað var til leiks á Parc des Princes í kvöld. Það stefndi í enn eitt afhroðið en stjörnur Parísarliðsins átti í stökustu vandræðum með Metz. Staðan markalaus í hálfleik og verkefni lærisveina Thomas Tuchel varð enn erfiðara þegar miðvörðurinn Abdou Diallo fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu leiksins. PSG því manni færri síðustu 25 mínúturnar og stefndi í að martröðin myndi engan endi taka. Markalaust jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan allt þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Julian Draxler skaut upp kollinum og skoraði eina mark leiksins. Lokatölur því 1-0 og fyrsti sigur PSG í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð staðreynd. Liðið nú með þrjú stig eftir þrjár umferðir en þetta var einnig fyrsta markið sem liðið skorar. PSG er sem stendur í 15. sæti deildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain voru tveimur mínútum frá því að spila þriðja leikinn í röð án sigurs og án þess að koma knettinum í netið. Þjóðverjinn Julian Draxler reyndist hetja liðsins í kvöld er liðið vann 1-0 heimasigur á Metz í frönsku úrvalsdeildinni. Believe and you will achieve #PSGFCM #ICICESTPARIS pic.twitter.com/isctLgk1NT— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 16, 2020 PSG hefur vægast sagt byrjað tímabilið herfilega en liðið var án stiga fyrir leik kvöldsins. Þá sauð allt upp úr í síðasta leik liðsins og fékk til að mynda brasilíska stórstjarnan Neymar rautt spjald og var því í banni er flautað var til leiks á Parc des Princes í kvöld. Það stefndi í enn eitt afhroðið en stjörnur Parísarliðsins átti í stökustu vandræðum með Metz. Staðan markalaus í hálfleik og verkefni lærisveina Thomas Tuchel varð enn erfiðara þegar miðvörðurinn Abdou Diallo fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu leiksins. PSG því manni færri síðustu 25 mínúturnar og stefndi í að martröðin myndi engan endi taka. Markalaust jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan allt þangað til á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Julian Draxler skaut upp kollinum og skoraði eina mark leiksins. Lokatölur því 1-0 og fyrsti sigur PSG í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð staðreynd. Liðið nú með þrjú stig eftir þrjár umferðir en þetta var einnig fyrsta markið sem liðið skorar. PSG er sem stendur í 15. sæti deildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira