Raunveruleikastjarnan og milljarðamæringurinn Kylie Jenner birti í gær myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún fer yfir það með fylgjendum sínum hvað sé ofan í töskunni hennar.
Slík myndbönd njóta vinsælda á vefnum um heim allan en líklega fáir sem vekja eins mikla athygli og Kylie Jenner þegar kemur að þessum málum.
Hér að neðan má sjá ofan í tösku Jenner.