Sara tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 14:25 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar marki sínu, hóflega þó, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. EPA/GABRIEL BOUYS Sara Björk Gunnarsdóttir er ein þriggja sem er tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildar Evrópu. Auk Söru eru Dzsenifer Marozsán, núverandi samherji hennar hjá Lyon, og Alexandra Popp, fyrrverandi samherji hennar hjá Wolfsburg, tilnefndar. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta markvörð, varnarmann og sóknarmann Meistaradeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun verða veitt í Meistaradeild kvenna en þau hafa verið veitt í Meistaradeild karla síðustu ár. Sara er eini leikmaðurinn af þeim tólf sem eru tilnefndir sem lék með tveimur liðum í Meistaradeildinni tímabilið 2019-20. Hún lék þrjá leiki með Wolfsburg og þrjá með Lyon sem varð Evrópumeistari fimmta árið í röð. Sara skoraði í 3-1 sigri Lyon á Wolfsburg í úrslitaleiknum á Spáni. Sex af þeim tólf leikmönnum sem eru tilnefndir léku með Lyon tímabilið 2019-20. Þjálfarar liðanna átta sem komust í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar auk 20 blaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennabolta tóku þátt í valinu. Greint verður frá því hverjar hljóta verðlaunin 1. október næstkomandi. Þá verður einnig opinberað hverjir voru valdar leikmaður og þjálfari ársins af UEFA. Leikmenn ársins í Meistaradeildinni Markverðir: Sarah Bouhaddi (Lyon) Christiane Endler (PSG) Sandra Panos (Barcelona) Varnarmenn: Lucy Bronze (Lyon) Lena Goessling (Wolfsburg) Wendie Renard (Lyon) Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg/Lyon) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Alexandra Popp (Wolfsburg) Sóknarmenn: Delphine Cascarino (Lyon) Pernille Harder (Wolfsburg) Vivianne Miedema (Arsenal) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er ein þriggja sem er tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildar Evrópu. Auk Söru eru Dzsenifer Marozsán, núverandi samherji hennar hjá Lyon, og Alexandra Popp, fyrrverandi samherji hennar hjá Wolfsburg, tilnefndar. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta markvörð, varnarmann og sóknarmann Meistaradeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun verða veitt í Meistaradeild kvenna en þau hafa verið veitt í Meistaradeild karla síðustu ár. Sara er eini leikmaðurinn af þeim tólf sem eru tilnefndir sem lék með tveimur liðum í Meistaradeildinni tímabilið 2019-20. Hún lék þrjá leiki með Wolfsburg og þrjá með Lyon sem varð Evrópumeistari fimmta árið í röð. Sara skoraði í 3-1 sigri Lyon á Wolfsburg í úrslitaleiknum á Spáni. Sex af þeim tólf leikmönnum sem eru tilnefndir léku með Lyon tímabilið 2019-20. Þjálfarar liðanna átta sem komust í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar auk 20 blaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennabolta tóku þátt í valinu. Greint verður frá því hverjar hljóta verðlaunin 1. október næstkomandi. Þá verður einnig opinberað hverjir voru valdar leikmaður og þjálfari ársins af UEFA. Leikmenn ársins í Meistaradeildinni Markverðir: Sarah Bouhaddi (Lyon) Christiane Endler (PSG) Sandra Panos (Barcelona) Varnarmenn: Lucy Bronze (Lyon) Lena Goessling (Wolfsburg) Wendie Renard (Lyon) Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg/Lyon) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Alexandra Popp (Wolfsburg) Sóknarmenn: Delphine Cascarino (Lyon) Pernille Harder (Wolfsburg) Vivianne Miedema (Arsenal)
Markverðir: Sarah Bouhaddi (Lyon) Christiane Endler (PSG) Sandra Panos (Barcelona) Varnarmenn: Lucy Bronze (Lyon) Lena Goessling (Wolfsburg) Wendie Renard (Lyon) Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg/Lyon) Dzsenifer Marozsán (Lyon) Alexandra Popp (Wolfsburg) Sóknarmenn: Delphine Cascarino (Lyon) Pernille Harder (Wolfsburg) Vivianne Miedema (Arsenal)
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira