Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 19:21 Hér sést í vesturátt að hluta hinnar risavöxnu lóðar í Vesturbugtinni. Loðin liggur fjölbýlishúsinu á myndinni að slippnum í Reykjavíkurhöfn. Stöð 2/Baldur Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson. Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson.
Skipulag Reykjavík Uppbygging við Vesturbugt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira