„Liverpool er að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 09:31 Thiago Alcantara tekur mynd af sér með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn með Bayern München í ágúst. Getty/Michael Regan Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira