Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 11:43 Trump með Andrew Wheeler, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar, á viðburði í Hvíta húsinu í fyrra. Wheeler var áður málafylgjumaður fyrir jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann afnemur nú reglur um losun gróðurhúsalofttegunda sem mest hann má. Vísir/EPA Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Það jafnast á við árslosun Rússlands, fjórða stórtækasta losanda gróðurhúsalofttegunda í heimi. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að afnema þær reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til þess að takmarka hnattræna hlýnun og veikja þær. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þannig þegar afnumið reglur sem áttu að draga úr losun orkuvera, auka sparneytni bifreiða og draga úr lekum á metangasi frá olíu- og gaslindum. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium Group kemst að þeirri niðurstöðu að verði veikari reglur Trump-stjórnarinnar áfram í gildi muni losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum 3% meiri eftir fimmtán ár en ella. Það myndi bæta við 1,8 milljörðum tonna koltvísýrings aukalega út í andrúmsloftið umfram það sem hefði verið með strangari reglum Obama. Fyrirtækið varar þó við því að það vanmeti líklega umframlosuninni vegna veikingu reglnanna. Ástæðan er sú að erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif reglugerðabreytingar Trump muni hafa til lengri tíma. Hunsa hættuna af loftslagsbreytingum Trump og Repúblikanaflokkur hans hafa látið viðvaranir vísindamanna um alvarlegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af völdum manna sem vind um eyru þjóta. Sterkar vísindaleg rök hníga að því að hnattrænni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar sem knýja meðal annars tíðari gróðurelda eins og þá sem nú geisa í vestanverðum Bandaríkjunum en einnig meiri flóðahætta og meiri veðuröfgar. Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, er meginorsök þeirrar hlýnunar sem nú á sér stað. Hlýnun nemur nú þegar um einni gráðu borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Haldi núverandi losun manna áfram óheft gæti hlýnunin náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Í stað þess að reyna að draga úr losun hefur ríkisstjórn Trump þvert á móti unnið ötullega að því að veikja reglur sem áttu að takmarka losunina. Í sumum tilfellum hefur ríkisstjórnin gengið enn lengra í að slaka á reglunum en mengandi iðnaður þrýsti á um. Þannig töldu bílaframleiðendur meðal annars að Umhverfisstofnunin hefði gengið of langt í að slaka á reglum um útblástur og sparneytni í fyrra. Rhodium Group telur að flestar reglubreytingar Trump leiði til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar munar mestu um ákvörðunina um að slaka á kröfum um losun frá bílum og svipta Kaliforníu umboði sínu til að setja sér strangari reglur. Fyrirtækið telur að það eitt og sér muni valda helmingi umframlosunarinnar vegna veikari reglna Trump til 2035. Fyrirtækið mat ekki áhrif afnáms áætlunar Obama-stjórnarinnar um að draga úr losun orkuvera vegna óvissu um hvernig einstök ríki ættu eftir að framfylgja nýjum og veikari reglum Trump-stjórnarinnar. Það gæti þó bætt hundruðum milljóna tonna við losun Bandaríkjanna á næstu árum. Kallar á róttækari samdrátt á næstu árum Losun Bandaríkjanna hefur dregist saman um 14% frá árinu 2007 en samdrátturinn skýrist að mestu leyti af stórvaxandi notkun á jarðgasi sem er framleitt í landinu. Bandaríska blaðið Politico segir að 90% af samdrættinum í losun hafi orðið á milli 2007 og 2012. Í tíð Trump hefur losun svo gott sem staðið í stað. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heimi á eftir Kína og losa milljarða tonna koltvísýrings á hverju ári. Zeke Hausfather, loftslags- og orkusérfræðingur við Breaktrough-loftslagshugveituna, segir það ekki jákvætt að losunin standi í stað. Það þýði aðeins að enn róttækari samdráttar verði þörf á næstu árum til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Rhodium spáir því að losun dragist saman um 4% í forsetatíð Trump og rekur það til ódýrs jarðgass sem hefur komið í staðinn fyrir bruna á kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, annars vegar og uppgangs endurnýjanlegra orkugjafa hins vegar. Hópurinn telur ekki raunhæft að ná lengri tíma markmiðum um samdrátt í losun án einbeittra aðgerða alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir nú. Loftslagsmál Donald Trump Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Það jafnast á við árslosun Rússlands, fjórða stórtækasta losanda gróðurhúsalofttegunda í heimi. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að afnema þær reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til þess að takmarka hnattræna hlýnun og veikja þær. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þannig þegar afnumið reglur sem áttu að draga úr losun orkuvera, auka sparneytni bifreiða og draga úr lekum á metangasi frá olíu- og gaslindum. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium Group kemst að þeirri niðurstöðu að verði veikari reglur Trump-stjórnarinnar áfram í gildi muni losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum 3% meiri eftir fimmtán ár en ella. Það myndi bæta við 1,8 milljörðum tonna koltvísýrings aukalega út í andrúmsloftið umfram það sem hefði verið með strangari reglum Obama. Fyrirtækið varar þó við því að það vanmeti líklega umframlosuninni vegna veikingu reglnanna. Ástæðan er sú að erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif reglugerðabreytingar Trump muni hafa til lengri tíma. Hunsa hættuna af loftslagsbreytingum Trump og Repúblikanaflokkur hans hafa látið viðvaranir vísindamanna um alvarlegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af völdum manna sem vind um eyru þjóta. Sterkar vísindaleg rök hníga að því að hnattrænni hlýnun fylgi verri hitabylgjur og þurrkar sem knýja meðal annars tíðari gróðurelda eins og þá sem nú geisa í vestanverðum Bandaríkjunum en einnig meiri flóðahætta og meiri veðuröfgar. Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, er meginorsök þeirrar hlýnunar sem nú á sér stað. Hlýnun nemur nú þegar um einni gráðu borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Haldi núverandi losun manna áfram óheft gæti hlýnunin náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Í stað þess að reyna að draga úr losun hefur ríkisstjórn Trump þvert á móti unnið ötullega að því að veikja reglur sem áttu að takmarka losunina. Í sumum tilfellum hefur ríkisstjórnin gengið enn lengra í að slaka á reglunum en mengandi iðnaður þrýsti á um. Þannig töldu bílaframleiðendur meðal annars að Umhverfisstofnunin hefði gengið of langt í að slaka á reglum um útblástur og sparneytni í fyrra. Rhodium Group telur að flestar reglubreytingar Trump leiði til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar munar mestu um ákvörðunina um að slaka á kröfum um losun frá bílum og svipta Kaliforníu umboði sínu til að setja sér strangari reglur. Fyrirtækið telur að það eitt og sér muni valda helmingi umframlosunarinnar vegna veikari reglna Trump til 2035. Fyrirtækið mat ekki áhrif afnáms áætlunar Obama-stjórnarinnar um að draga úr losun orkuvera vegna óvissu um hvernig einstök ríki ættu eftir að framfylgja nýjum og veikari reglum Trump-stjórnarinnar. Það gæti þó bætt hundruðum milljóna tonna við losun Bandaríkjanna á næstu árum. Kallar á róttækari samdrátt á næstu árum Losun Bandaríkjanna hefur dregist saman um 14% frá árinu 2007 en samdrátturinn skýrist að mestu leyti af stórvaxandi notkun á jarðgasi sem er framleitt í landinu. Bandaríska blaðið Politico segir að 90% af samdrættinum í losun hafi orðið á milli 2007 og 2012. Í tíð Trump hefur losun svo gott sem staðið í stað. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heimi á eftir Kína og losa milljarða tonna koltvísýrings á hverju ári. Zeke Hausfather, loftslags- og orkusérfræðingur við Breaktrough-loftslagshugveituna, segir það ekki jákvætt að losunin standi í stað. Það þýði aðeins að enn róttækari samdráttar verði þörf á næstu árum til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Rhodium spáir því að losun dragist saman um 4% í forsetatíð Trump og rekur það til ódýrs jarðgass sem hefur komið í staðinn fyrir bruna á kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, annars vegar og uppgangs endurnýjanlegra orkugjafa hins vegar. Hópurinn telur ekki raunhæft að ná lengri tíma markmiðum um samdrátt í losun án einbeittra aðgerða alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir nú.
Loftslagsmál Donald Trump Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54