Kvennalið Stjörnunnar er nú í sóttkví eftir að hafa komið til Íslands í gær eftir æfingarferð á Spáni.
Spánn stendur ekki vel að vígi í baráttunni gegn kórónuveirunni og aðeins Ítalía er með fleiri sýkta einstaklinga. Spænsk yfirvöld hafa þar því boðað útgöngubann sem tekur gildi á morgun og stendur yfir í 15 daga.
Stjarnan slapp með skrekkinn en mögulega hefði þeim ekki verið hleypt ef útöngubannið hefði verið komið á.
Þjálfarateymi og leikmenn félagsins munu nú eyða tveimur vikum í sóttkví til að ganga úr skugga um að enginn í hópnum hafi nælt sér í veiruna á meðan dvöl þeirra stóð.
Óvíst er hvenær Pepsi Max deild kvenna hefst en hún á að hefjast í lok apríl ef upprunaleg leikjaáætlun gengur eftir. Hvort það standist á eftir að koma í ljós en sem stendur hefur KSÍ frestað öllum viðburðum og leikjum á sínum vegum.