Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 21-23 | Stjarnan með sterkan útisigur Ester Ósk Árnadóttir skrifar 19. september 2020 16:50 Landsliðskonan Rut Jónsdóttir er í liði KA/Þórs. VÍSIR/HAG KA/Þór og Stjarnan mættust í Olís-deild kvenna á Akureyri. Fór það svo að Stjarnan vann sterkan útisigur, 23-21. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar, hún skoraði tíu mörk úr 15 skotum. Sólveig Lára Kjærnested kom næst á eftir henni með fimm mörk í átta skotum og Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fjögur mörk úr tíu skotum. Rut Jónsdóttir skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar fyrir heimakonur í KA/Þór. Rakel Sara Elvarsdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir KA/Þór. Þetta þýðir að Stjarnan er með fullt hús stiga, fjögur stig, eftir tvo leiki, á meðan KA/Þór er með eitt stig. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan
KA/Þór og Stjarnan mættust í Olís-deild kvenna á Akureyri. Fór það svo að Stjarnan vann sterkan útisigur, 23-21. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar, hún skoraði tíu mörk úr 15 skotum. Sólveig Lára Kjærnested kom næst á eftir henni með fimm mörk í átta skotum og Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fjögur mörk úr tíu skotum. Rut Jónsdóttir skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar fyrir heimakonur í KA/Þór. Rakel Sara Elvarsdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir KA/Þór. Þetta þýðir að Stjarnan er með fullt hús stiga, fjögur stig, eftir tvo leiki, á meðan KA/Þór er með eitt stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti