Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 13:58 Donald Trump og Mark Meadows. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira