Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 10:42 Björgólfur Thor Björgóflsson, eigandi Novator. Vísir/getty Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu. Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group. Hlutur Novator í Play er metinn á 440 milljónir evra, eða rétt rúman 71 milljarð íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Novator. Með kaupunum gerir Iliad Group öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Gengi viðskiptanna er tæpum 39 prósentum hærra en lokagengi Play í pólsku kauphöllinni á föstudaginn, að því er segir í tilkynningu. Miðað við það er markaðsvirði hlutafjár Play metið á 2,2 milljarða evra og hlutur Novator því 440 milljónir evra, líkt og áður segir. Lítur til Suður-Ameríku Haft er eftir Björgólfi Thor í tilkynningu að allt frá því að Play var stofnað fyrir fimmtán árum hafi markmiðið verið að byggja upp öflugt fjarskiptafyrirtæki. Hann sé stoltur af fjárfestingunni og þeim árangri sem Play hefur náð undir stjórn Novator. Reynslan af uppbyggingu Play verði nú nýtt á öðrum mörkuðum. Í því sambandi horfi Novator til Suður-Ameríku. Novator kom að stofnun Play árið 2005 í gegnum eignarhaldsfélagið P4. Félagið var þá valið í útboði pólska ríkisins til að hafa umsjón með uppbyggingu 3G-fjarskiptakerfisins í Póllandi. Félagið keypti 400 sölustaði í Póllandi árið 2007 og sama ár eignaðist Novator meirihluta í félaginu. Félagið var skráð á markað í Kauphöllinni í Varsjá árið 2017. Play er nú orðið stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósent markaðshlutdeild. Novator hefur fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum víða um heim undanfarin ár. Fyrirtækið kom m.a. að stofnun Nova á Íslandi, WOM í Chile og vinnur nú að uppbyggingu WOM í Kólumbíu.
Íslendingar erlendis Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57 Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42
Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. 15. maí 2020 08:57
Hægri hönd Björgólfs Thor hættir hjá Novator Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, hyggst brátt láta af störfum eftir um tíu ár í starfi. 29. janúar 2020 10:52