Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 17:51 Epli hafa hækkað um 30 prósent frá áramótum. Vísir/Getty Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“ Neytendur Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“
Neytendur Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira