Fá aldamótabörnin tækifæri gegn Svíum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2020 13:34 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik gegn Lettlandi á fimmtudaginn. Fær hún tækifæri í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð? vísir/vilhelm Frá því Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2018 hefur hann verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í keppnisleikjum. Og það verður ekki annað sagt en að þeir hafi nýtt tækifærin vel. Í leikjunum fjórum í undankeppni EM 2022 til þessa hafa fjórir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) byrjaði gegn Ungverjalandi síðasta haust og þakkaði traustið með marki í 4-1 sigri. Jafnaldra hennar, Alexandra Jóhannsdóttir, fékk tækifæri í byrjunarliðinu í útileiknum gegn Lettum og skoraði eitt marka Íslendinga í 0-6 sigri. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Lettlandi.vísir/vilhelm Í 9-0 sigrinum á Lettum á fimmtudaginn var Sveindís Jane Jónsdóttir (fædd 2001) í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd 2001) byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Sveindís skoraði tvö mörk í leiknum og Karólína eitt. Alexandra var einnig í byrjunarliðinu og skoraði líkt og í fyrri leiknum gegn Lettlandi. Þá kom Barbára Sól Gísladóttir (fædd 2001) inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Selfyssingurinn lét til sín taka og lagði upp tvö mörk. Stóra spurningin fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í kvöld er hvort áðurnefnd aldamótabörn fái tækifæri í byrjunarliðinu? Það er eitt að gefa þeim tækifæri gegn Ungverjum, Slóvökum og Lettum en annað gegn bronsliði síðasta heimsmeistaramóts. Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varð barnshafandi og verður það áfram í þessari undankeppni. Á bekknum bíður hin bráðefnilega Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hefur leikið einn A-landsleik. Þrír leikmenn hafa byrjað í stöðu hægri bakvarðar í undankeppninni; Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði gegn Ungverjum, Ásta Eir Einarsdóttir gegn Slóvökum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í báðum leikjunum gegn Lettum. Ingibjörg verður að öllum líkindum í hjarta íslensku varnarinnar í kvöld ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ásta Eir er ekki í hópnum og því er langlíklegast að Jón Þór veðji aftur á Gunnhildi. Hallbera Gísladóttir verður svo á sínum stað vinstra megin í vörninni. Ingibjörg fór meidd af velli í seinni hálfleik gegn Lettlandi en hefur náð sér af meiðslunum og er klár í bátana. Barbára er framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar en verður varla hent út í djúpu laugina í kvöld. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða á miðjunni. Dagný hefur glímt við smávægileg meiðsli og lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Lettum. Hún nýtti hann einstaklega vel og skoraði þrennu. Dagný er klár í slaginn og spilar sinn 90. landsleik í kvöld. Líklegt verður að teljast að Alexandra fái áfram traustið og verði á miðjunni ásamt Söru og Dagnýju. Alexandra hefur leikið frábærlega með Breiðabliki í sumar og nýtt tækifærin með landsliðinu vel. Annar möguleiki er að setja Gunnhildi á miðjuna og Guðnýju Árnadóttur í stöðu hægri bakvarðar. Hún lék þar í vináttulandsleiknum gegn Úkraínu í mars, gæti leyst þessa stöðu í framtíðinni en ólíklegt er að hún verði þar í kvöld. Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn Lettum sem kom eftir aðeins 28 sekúndna leik.vísir/vilhelm Elín Metta Jensen hefur verið aðalframherji íslenska landsliðsins síðan eftir EM 2017 og verður það áfram. Hún hefur skorað í öllum leikjum Íslands í undankeppninni, alls fimm mörk. Stærsta spurningarmerkið er hverjar verða á köntunum. Karólína og Sveindís voru á köntunum gegn Lettum og gerðu ekkert til að verðskulda að verða teknar út úr liðinu. Líklegt er að allavega önnur þeirra verði í byrjunarliðinu gegn Svíum. Hlín, Agla María Albertsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir gera einnig tilkall til þess að vera á köntunum. Hlín lék síðustu 21 mínútuna gegn Lettum og lagði upp eitt mark. Agla María kom ekkert við sögu og spurning hvort Jón Þór hafi verið að hvíla hana fyrir leikinn í kvöld. Agla María hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu að undanförnu og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Svava er ú eina í íslenska hópnum sem er tæp vegna meiðsla og því allar líkur á að hún byrji á bekknum. Svava hefur leikið virkilega vel fyrir Kristianstad á þessu tímabili og skorað sex mörk í sænsku úrvalsdeildinni. Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen Ísland og Svíþjóð eru bæði með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í F-riðli undankeppninnar. Efsta liðið kemst beint inn á EM 2022 sem og þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Hin sex liðin fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Leikurinn í kvöld er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Síðustu þrír leikirnir eru á útivelli, gegn Svíþjóð 27. október, Slóvakíu 25. nóvember og Ungverjalandi 30. nóvember. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Helenu Ólafsdóttur hefst hálftíma fyrir leik. EM 2021 í Englandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Frá því Jón Þór Hauksson tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2018 hefur hann verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í keppnisleikjum. Og það verður ekki annað sagt en að þeir hafi nýtt tækifærin vel. Í leikjunum fjórum í undankeppni EM 2022 til þessa hafa fjórir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) byrjaði gegn Ungverjalandi síðasta haust og þakkaði traustið með marki í 4-1 sigri. Jafnaldra hennar, Alexandra Jóhannsdóttir, fékk tækifæri í byrjunarliðinu í útileiknum gegn Lettum og skoraði eitt marka Íslendinga í 0-6 sigri. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni í leiknum gegn Lettlandi.vísir/vilhelm Í 9-0 sigrinum á Lettum á fimmtudaginn var Sveindís Jane Jónsdóttir (fædd 2001) í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd 2001) byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Sveindís skoraði tvö mörk í leiknum og Karólína eitt. Alexandra var einnig í byrjunarliðinu og skoraði líkt og í fyrri leiknum gegn Lettlandi. Þá kom Barbára Sól Gísladóttir (fædd 2001) inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Selfyssingurinn lét til sín taka og lagði upp tvö mörk. Stóra spurningin fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíþjóð í kvöld er hvort áðurnefnd aldamótabörn fái tækifæri í byrjunarliðinu? Það er eitt að gefa þeim tækifæri gegn Ungverjum, Slóvökum og Lettum en annað gegn bronsliði síðasta heimsmeistaramóts. Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir varð barnshafandi og verður það áfram í þessari undankeppni. Á bekknum bíður hin bráðefnilega Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hefur leikið einn A-landsleik. Þrír leikmenn hafa byrjað í stöðu hægri bakvarðar í undankeppninni; Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði gegn Ungverjum, Ásta Eir Einarsdóttir gegn Slóvökum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í báðum leikjunum gegn Lettum. Ingibjörg verður að öllum líkindum í hjarta íslensku varnarinnar í kvöld ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ásta Eir er ekki í hópnum og því er langlíklegast að Jón Þór veðji aftur á Gunnhildi. Hallbera Gísladóttir verður svo á sínum stað vinstra megin í vörninni. Ingibjörg fór meidd af velli í seinni hálfleik gegn Lettlandi en hefur náð sér af meiðslunum og er klár í bátana. Barbára er framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar en verður varla hent út í djúpu laugina í kvöld. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða á miðjunni. Dagný hefur glímt við smávægileg meiðsli og lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Lettum. Hún nýtti hann einstaklega vel og skoraði þrennu. Dagný er klár í slaginn og spilar sinn 90. landsleik í kvöld. Líklegt verður að teljast að Alexandra fái áfram traustið og verði á miðjunni ásamt Söru og Dagnýju. Alexandra hefur leikið frábærlega með Breiðabliki í sumar og nýtt tækifærin með landsliðinu vel. Annar möguleiki er að setja Gunnhildi á miðjuna og Guðnýju Árnadóttur í stöðu hægri bakvarðar. Hún lék þar í vináttulandsleiknum gegn Úkraínu í mars, gæti leyst þessa stöðu í framtíðinni en ólíklegt er að hún verði þar í kvöld. Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn Lettum sem kom eftir aðeins 28 sekúndna leik.vísir/vilhelm Elín Metta Jensen hefur verið aðalframherji íslenska landsliðsins síðan eftir EM 2017 og verður það áfram. Hún hefur skorað í öllum leikjum Íslands í undankeppninni, alls fimm mörk. Stærsta spurningarmerkið er hverjar verða á köntunum. Karólína og Sveindís voru á köntunum gegn Lettum og gerðu ekkert til að verðskulda að verða teknar út úr liðinu. Líklegt er að allavega önnur þeirra verði í byrjunarliðinu gegn Svíum. Hlín, Agla María Albertsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir gera einnig tilkall til þess að vera á köntunum. Hlín lék síðustu 21 mínútuna gegn Lettum og lagði upp eitt mark. Agla María kom ekkert við sögu og spurning hvort Jón Þór hafi verið að hvíla hana fyrir leikinn í kvöld. Agla María hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu að undanförnu og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Svava er ú eina í íslenska hópnum sem er tæp vegna meiðsla og því allar líkur á að hún byrji á bekknum. Svava hefur leikið virkilega vel fyrir Kristianstad á þessu tímabili og skorað sex mörk í sænsku úrvalsdeildinni. Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen Ísland og Svíþjóð eru bæði með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í F-riðli undankeppninnar. Efsta liðið kemst beint inn á EM 2022 sem og þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna níu í undankeppninni. Hin sex liðin fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Leikurinn í kvöld er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Síðustu þrír leikirnir eru á útivelli, gegn Svíþjóð 27. október, Slóvakíu 25. nóvember og Ungverjalandi 30. nóvember. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Helenu Ólafsdóttur hefst hálftíma fyrir leik.
Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Hægri bakvörður: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir Hægri kantmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir Framherji: Elín Metta Jensen
EM 2021 í Englandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira