Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 18:05 Kehdr-fjölskyldan hefur verið í felum síðustu daga. Stöð 2/Skjáskot Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira