Flest íslensku liðin í Evrópukeppninni í handbolta eru í góðum málum eftir fyrri leik í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Kristianstad, með Ólaf Guðmundsson og Teit Örn Einarsson innan borðs, vann 25-24 útisigur á Azoty-Pulawy frá Póllandi.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í markinu hjá GOG sem eru níu mörkum yfir eftir fyrri leikinn gegn Pfadi Winterthur 33-24.
Ýmir Örn Gíslason lék með Rhein Neckar Löwen sem vann 28-22 sigur á danska liðinu Holstebro á útivelli.
Elvar Örn Jónsson og Skjern unnu frækinn sigur á Montpellier, 31-30, en síðari leikirnir fara fram að viku liðinni.