Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Tómas Guðbjartsson skrifar 15. mars 2020 17:20 Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun