
Tómas Guðbjartsson

Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Orkuúlfur snýr úr sauðagæru
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa.

Götóttar kvíar og enn lekara regluverk
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví.

Tilgangslausar kvalafullar hvalveiðar
Þegar ég var strákur var oft hvalkjöt í matinn og í minningunni fannst mér það bara allt í lagi matur. Pabbi hafði ungur unnið í Hvalstöðinni og heima hjá okkur þóttu hvalveiðar sjálfsagðar. Meðfram læknanámi vann ég sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um hálendi Íslands, en um svipað leyti var sett á alþjóðlegt hvalveiðibann.

Orkubússtjóra Vestfjarða svarað
Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli.

Lækum ekki brunaútsölu á „læk“
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi.

Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi
Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn.

Rafmagnaður hræðsluáróður
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins.

Óskemmtileg skemmtiferðaskip
Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Sannleikurinn er sagna bestur
Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”.

Berskjaldað heilbrigðisstarfsfólk - sem aldrei fyrr
Líkt og margir aðrir las ég með athygli viðtal sem nýlega birtist við fyrrverandi samstarfskonu mína Ástu Kristínu Andrésdóttur, svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðing. Við höfum þekkst í fjöldamörg ár og unnið náið saman, bæði í hjartaaðgerðum á stofu 5 og á gjörgæsludeildinni við Hringbraut.

Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum
Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis.

Róm brennur en ráðherra spyr spurninga
Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu.

Arion banki – úlfur í sauðagæru?
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon.

Hallærislegt virkjanaútspil
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum.

Elexír við virkjanaáráttu?
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira.

Dýr myndi Elliði allur
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka?

Hægri græn orka?
Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður.

Fyrirsjáanleg skynsemi
Í snúinni fimmtu bylgju Covid hefur oft verið kallað eftir fyrirsjáanleika, ekki síst frá samtökum atvinnulífsins og vissum stjórnmálamönnum. Nýlega kölluðu tveir ráðherrar eftir því að allar Covid-takmarkanir yrðu afnumdar hér á landi – allt í nafni einstaklingsfrelsis.

Flaggskip með net í skrúfunni
Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd.

Leiðarar úr leið
Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun.

Rafrettur að brenna út?
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú.

Hæpin auglýsing
Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel.

Arion banki í bulli
Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík segir Tómas Guðbjartsson læknir.


Nemar eru mikilvægt tannhjól
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs.

Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar.

Sjötugur unglingur
Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær.

„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru?
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í gær. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli.

Álinu kálað
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík.