Fákeppni á matvörumarkaði, samkeppni í sjávarútvegi Svanur Guðmundsson skrifar 23. september 2020 16:30 Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í bankastarfssemi og almennt þá miklu samþjöppun sem er að finna í íslensku viðskiptalífi. Niðurstöðurnar sýna að samkeppni um aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er mikill, virkni aðfangamarkaða sömuleiðis og miklu mun meiri en í öðrum greinum atvinnulífsins hér á landi. Skýrsluhöfundar nota HHI mælikvarðann sem er notaður af Samkeppniseftirlitinu hérlendis, sem og erlendis, og reiknar út fjölbreytileika tiltekins safns, sambærilegt og gert er í vísindagreiningu með aðra stuðla innan vistfræði, eðlisfræði og stjórnmálafræði. Í maí skrifaði ég grein um litlu sjávarútvegsfyrirtækin og risana á íslenskum markaði. Þá vakti ég athygli á því að þeir sem hvað mest áhrif hafa á afkomu heimilanna eru afskiptir í umræðunni og undraðist áhuga sumra fjölmiðla og stjórnmálaflokka á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Mikið er talað um samþjöppun og fákeppni í sjávarútvegi en minna um þá starfsemi stórfyrirtækjanna sem varða heimilin í landinu mestu. Hvað veldur því? Þessi skýrsla sýnir svo óyggjandi sé að fákeppni ríkir á dagvörumarkaði en ekki í sjávarútvegi. Reiknuð voru samþjöppunarhlutföll fyrirtækja eftir sameiningar og þar kemur fram að samþjöppun er 8 sinnum meiri hjá Högum eftir samruna en er hjá Brim hf. Það er áhugavert að sjá að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna N1 og Festi, Haga og Olís í apríl á síðasta ári en hefur rannsakað samruna hjá Brim síðan í maí 2018 án niðurstöðu (?) . Er það eðlilegt? Vel að merkja, þá fara afurðir sjávarútvegsfyrirtækja nær allar á erlendan markað þannig að félögin eru ekki að keppa á íslenskum neytendamarkaði en það ætti að vera aðalhlutverk samkeppnisyfirvalda að tryggja stöðu íslenskra neytenda. Fyrir þá sem til þekkja í sjávarútvegi þá kemur niðurstaða skýrslunnar ekki á óvart enda vitað að samkeppni þar er mikil. Það er grimm samkeppni milli fyrirtækja í sjávarútvegi enda fyrirtækin rekin á ólíkan hátt þegar kemur að veiðum, vinnslu, sölu og öðru því er tengist úrvinnslu afla. Það ríkir mikil samkeppni um aflaheimildir, góð skip, veiði- og, vinnslutækni og fært starfsfólk. Útávið, á erlendum mörkuðum, reyna sjávarútvegsfyrirtækin að standa saman þegar hagur lands og þjóðar er í húfi. Sumir virðast telja sig hafa pólitískan hag af því að halda því að fólki að fáir aðilar stjórni öllu í íslenskum sjávarútvegi. Það hefur leitt til þess að kallað er eftir rannsóknum á rekstri þessara fyrirtækja með tortryggni að leiðarljósi. Beita menn óspart eftirlitsstofnunum ríkisins, svo og fréttastofu ríkisins í þau verkefni. Svo þegar ekkert misjafnt finnst þá telja menn að ekki hafi verið rannsakað nægilega vel. Það er einsog þeir segja í heilbrigðiskerfinu: að það sé ekki til heilbrigður einstaklingur, það er bara til einstaklingur sem ekki er búið að rannsaka nóg! En staðreyndir tala sínu máli. Samkeppni í sjávarútvegi er mörgum sinnum meiri en innan markaðar með matvöru og bankastarfsemi samkvæmt niðurstöðu þessarar skýrslu. Ekki voru teknar fyrir aðrar atvinnugreinar en eins og ég benti á í áðurnefndri grein minni þá ríkir fákeppni víðar en tiltekið er í skýrslunni. Nefndi ég orkusölu, sjónvarpsaðgang, tryggingarekstur, mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu og bensínsölu. Fleira hefði verið hægt að telja til. Væri full þörf á að það væri tekið saman og gefið út af Samkeppnisstofnun sambærilegur vegvísir fyrir almenning um hvar samkeppni er minnst og hvar mest samkeppni ríkir og birta á heimasíðu sinnu. Þessi gögn ættu heima þar alveg eins og Fiskistofa birtir allar tilfærslur á aflaheimildum báta og úthlutanir á kvóta hver báts. Það væri kannski ekki úr vegi að Verðlagsstofa tæki að sér að birta til dæmis innflutningsverð á olíu og bensíni og hvaða magn væri flutt inn hverju sinni, rétt eins og allar landanir og verð á fiski er birt hverju sinni á vef Fiskistofu og hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Nýverið hefur verið sýnt framá að falsfréttir á netmiðlum fá sex sinnum meiri athygli en sannar fréttir. Samkvæmt þessu ættu sex sinnum fleiri að lesa fréttir um fákeppni í sjávarútvegi en þá staðreynd að þau eru í bullandi samkeppni. En við verðum að trúa því að sannleikurinn sigri að lokum. [1] "Samkeppni virk og lítil samþjöppun í sjávarútvegi - Brim | Frétt." 21 Sep. 2020, https://www.brim.is/frettir/frett/2020/09/21/Samkeppni-virk-og-litil-samthjoppun-i-sjavarutvegi/?NavigationYear=2020&NavigationMonth=09. Sótt 22 Sept. 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Út er komin skýrsla sem ber heitið: „Um markaði Brims og tengdra félaga, samþjöppun og virkni þeirra“. Skýrslan er unnin af fjármálafyrirtækinu Arev og kannar samkeppni með aflaheimildir [1] í sjávarútvegi og ber saman við annan atvinnurekstur hér á landi. Í skýrslunni er einnig skoðuð samkeppni á matvörumarkaði og í bankastarfssemi og almennt þá miklu samþjöppun sem er að finna í íslensku viðskiptalífi. Niðurstöðurnar sýna að samkeppni um aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er mikill, virkni aðfangamarkaða sömuleiðis og miklu mun meiri en í öðrum greinum atvinnulífsins hér á landi. Skýrsluhöfundar nota HHI mælikvarðann sem er notaður af Samkeppniseftirlitinu hérlendis, sem og erlendis, og reiknar út fjölbreytileika tiltekins safns, sambærilegt og gert er í vísindagreiningu með aðra stuðla innan vistfræði, eðlisfræði og stjórnmálafræði. Í maí skrifaði ég grein um litlu sjávarútvegsfyrirtækin og risana á íslenskum markaði. Þá vakti ég athygli á því að þeir sem hvað mest áhrif hafa á afkomu heimilanna eru afskiptir í umræðunni og undraðist áhuga sumra fjölmiðla og stjórnmálaflokka á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Mikið er talað um samþjöppun og fákeppni í sjávarútvegi en minna um þá starfsemi stórfyrirtækjanna sem varða heimilin í landinu mestu. Hvað veldur því? Þessi skýrsla sýnir svo óyggjandi sé að fákeppni ríkir á dagvörumarkaði en ekki í sjávarútvegi. Reiknuð voru samþjöppunarhlutföll fyrirtækja eftir sameiningar og þar kemur fram að samþjöppun er 8 sinnum meiri hjá Högum eftir samruna en er hjá Brim hf. Það er áhugavert að sjá að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna N1 og Festi, Haga og Olís í apríl á síðasta ári en hefur rannsakað samruna hjá Brim síðan í maí 2018 án niðurstöðu (?) . Er það eðlilegt? Vel að merkja, þá fara afurðir sjávarútvegsfyrirtækja nær allar á erlendan markað þannig að félögin eru ekki að keppa á íslenskum neytendamarkaði en það ætti að vera aðalhlutverk samkeppnisyfirvalda að tryggja stöðu íslenskra neytenda. Fyrir þá sem til þekkja í sjávarútvegi þá kemur niðurstaða skýrslunnar ekki á óvart enda vitað að samkeppni þar er mikil. Það er grimm samkeppni milli fyrirtækja í sjávarútvegi enda fyrirtækin rekin á ólíkan hátt þegar kemur að veiðum, vinnslu, sölu og öðru því er tengist úrvinnslu afla. Það ríkir mikil samkeppni um aflaheimildir, góð skip, veiði- og, vinnslutækni og fært starfsfólk. Útávið, á erlendum mörkuðum, reyna sjávarútvegsfyrirtækin að standa saman þegar hagur lands og þjóðar er í húfi. Sumir virðast telja sig hafa pólitískan hag af því að halda því að fólki að fáir aðilar stjórni öllu í íslenskum sjávarútvegi. Það hefur leitt til þess að kallað er eftir rannsóknum á rekstri þessara fyrirtækja með tortryggni að leiðarljósi. Beita menn óspart eftirlitsstofnunum ríkisins, svo og fréttastofu ríkisins í þau verkefni. Svo þegar ekkert misjafnt finnst þá telja menn að ekki hafi verið rannsakað nægilega vel. Það er einsog þeir segja í heilbrigðiskerfinu: að það sé ekki til heilbrigður einstaklingur, það er bara til einstaklingur sem ekki er búið að rannsaka nóg! En staðreyndir tala sínu máli. Samkeppni í sjávarútvegi er mörgum sinnum meiri en innan markaðar með matvöru og bankastarfsemi samkvæmt niðurstöðu þessarar skýrslu. Ekki voru teknar fyrir aðrar atvinnugreinar en eins og ég benti á í áðurnefndri grein minni þá ríkir fákeppni víðar en tiltekið er í skýrslunni. Nefndi ég orkusölu, sjónvarpsaðgang, tryggingarekstur, mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu og bensínsölu. Fleira hefði verið hægt að telja til. Væri full þörf á að það væri tekið saman og gefið út af Samkeppnisstofnun sambærilegur vegvísir fyrir almenning um hvar samkeppni er minnst og hvar mest samkeppni ríkir og birta á heimasíðu sinnu. Þessi gögn ættu heima þar alveg eins og Fiskistofa birtir allar tilfærslur á aflaheimildum báta og úthlutanir á kvóta hver báts. Það væri kannski ekki úr vegi að Verðlagsstofa tæki að sér að birta til dæmis innflutningsverð á olíu og bensíni og hvaða magn væri flutt inn hverju sinni, rétt eins og allar landanir og verð á fiski er birt hverju sinni á vef Fiskistofu og hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Nýverið hefur verið sýnt framá að falsfréttir á netmiðlum fá sex sinnum meiri athygli en sannar fréttir. Samkvæmt þessu ættu sex sinnum fleiri að lesa fréttir um fákeppni í sjávarútvegi en þá staðreynd að þau eru í bullandi samkeppni. En við verðum að trúa því að sannleikurinn sigri að lokum. [1] "Samkeppni virk og lítil samþjöppun í sjávarútvegi - Brim | Frétt." 21 Sep. 2020, https://www.brim.is/frettir/frett/2020/09/21/Samkeppni-virk-og-litil-samthjoppun-i-sjavarutvegi/?NavigationYear=2020&NavigationMonth=09. Sótt 22 Sept. 2020.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun