Fíkniefnaneysla í fangelsum hefur dregist verulega saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2020 19:01 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira