Liverpool frumsýnir „hápressuskrímslið“ Diogo Jota í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 14:30 Diogo Jota var kynntur sem nýr leikmaður Liverpool á Anfield um síðustu helgi. Getty/Andrew Powell Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira