Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 12:30 Jakkaföt Netanjahú voru vel þvegin þegar hann hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku og það þrátt fyrir að hann hafi ekki komið með fullar töskur af óhreinum þvotti fyrir gestgjafa sína til að þvo í það skiptið. Vísir/EPA Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans. Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans.
Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira