Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 29. ágúst síðastliðinn.
Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Jóni Gunnari Ottóssyni.
Á vef stjórnarráðsins er birtur listi yfir umsækjendur, en þeir eru:
- Bjarni Gautason, yfirverkefnisstjóri
- Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri
- Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur
- Guðmundur Guðmundsson, staðgengill forstjóra NÍ
- Höskuldur Þór Þórhallsson, héraðsdómslögmaður
- Kristján Geirsson, verkefnastjóri
- Rannveig Guicharnaud, verkefnastjóri
- Snorri Sigurðsson, líffræðingur
- Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri
- Tom Barry, framkvæmdastjóri
- Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
- Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður
Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.